Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 09:17 Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, sem Netanjahú rak í síðasta mánuði. Hæstiréttur ógilti brottreksturinn. Vísir/EPA Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52