Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 09:17 Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, sem Netanjahú rak í síðasta mánuði. Hæstiréttur ógilti brottreksturinn. Vísir/EPA Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52