Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:30 Raphinha fagnar eftir sigurmarkið í gær sem hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir mikið havarí. Getty/Pablo Rodriguez Dramatíkin var mikil þegar Barcelona vann 4-3 sigur gegn Celta Vigo í gær og í mesta hamaganginum grýtti einn af aðstoðarmönnum Hansi Flick spjaldtölvu í jörðina í bræði sinni. Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó