Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Þessa kerru ætlar hann að draga frá Goðafossi út að Gróttuvita. Vísir/Stefán Maður sem ætlar að ganga rúmlega fjögur hundruð kílómetra með hundrað kílóa kerru í eftirdragi segir gönguna táknræna. Hann gengur til að vekja athygli á starfsemi Píetasamtakanna. Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri. Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri.
Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira