Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 12:20 Starfsmenn hafa sést mótmæla fyrir utan hótel á eyjunni. Vísir/Tómas Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. „Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
„Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent