„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. apríl 2025 07:01 Júróvísíón fararnir í Væb, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir, ræddu við blaðamann um lífið, tilveruna og komandi ævintýri. Vísir/Anton Brink „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. Strákarnir eru fæddir og uppaldir í Kópavogi og það er einungis ár á milli þeirra, Hálfdán er fæddur 2003 og Matthías 2004. Væb skaust upp á stjörnuhimininn í Söngvakeppninni í fyrra þegar þeir vöktu mikla athygli fyrir lagið Bíómynd. Rífast en eru alltaf bestu vinir Í ár komu þeir, sáu og sigruðu með lagið Róa. Hálfdán og Matthías hafa alla tíð verið nánir vinir en taka þó tímabil þar sem þeir eyða minni tíma saman. „Í menntaskóla fórum við aðeins sitt hvora leiðina og það var hundrað prósent bara mjög mikilvægt fyrir okkur. Við eigum líka alveg sitt hvorn vinahópinn og svona og það hefur svolítið komið í bylgjum hversu miklum tíma við eyðum saman. Eftir að Væb fór af stað höfum við auðvitað verið mjög mikið saman og þetta er að verða svolítið langt tímabil. Við verðum alveg mjög þreyttir á hvor öðrum mjög oft Það á enginn að hanga með einhverjum svona lengi,“ segja þeir og skella upp úr en bæta við: „Það er samt svo mikil stemning. Við kunnum á takkana á hvor öðrum, kunnum að pirra hvorn annan og rífumst en við erum samt alltaf bestu vinir og treystum hvor öðrum ótrúlega vel. Ég myndi ekki vilja fara í þetta með neinum öðrum, segir Matthías og Hálfdán bætir við: Það er svo gaman að geta gert þetta með besta vini sínum. Það er ótrúlega þægilegt.“ Klára setningar hvors annars Strákarnir eru mjög samrýmdir og ganga svo langt að segjast jafnvel hugsa eins. „Við erum alltaf með svipaðar pælingar í öllu sem við erum að gera, stundum segjum við það sama á sama tíma og klárum setningar hjá hvor öðrum. Við erum líka báðir mjög ofvirkir sem hefur aðallega bara hjálpað okkur.“ Strákarnir segja að ofvirkni þeirra hafi unnið vel með þeim.Vísir/Anton Brink Þeir eru þó ólíkir að mörgu leyti og ná að hvetja hvorn annan áfram. „Ég er meiri ofhugsari, Matti kýlir meira á hlutina á meðan að ég pæli eiginlega of mikið í þeim. Þegar við vorum að pæla í því að taka aftur þátt í Söngvakeppninni var ég svolítið óviss, fór að hugsa hvort fólki þætti það skrýtið og ef lagið væri ekki nógu gott var ég hræddur um að það myndi bara frekar eyðileggja fyrir okkur. Matti sagði bara nei, við kýlum á þetta núna.“ Sex systkini sem öll lærðu á hljóðfæri Bræðurnir tilheyra sex systkina hópi og ólust upp í mjög listrænu umhverfi. „Báðir foreldrar okkar eru tónlistarmenn og við vorum mjög ungir þegar við hófum tónlistarnám,“ segja þeir. Matthías lærði á fiðlu og Hálfdán á selló og svo lá leið þeirra í Skólahljómsveit Kópavogs. „Allir fjölskyldumeðlimir hafa lært á hljóðfæri. Við erum mjög orkumikil fjölskylda en við Matti fáum samt örugglega titilinn orkumestu fjölskyldumeðlimirnir,“ segir Hálfdán hlæjandi. „Alltaf þegar við vorum með veislur eða matarboð fengu foreldrar okkar okkur til þess að vera með skemmtiatriði. Okkur fannst það ótrúlega gaman. Við vorum einmitt að tala um þetta um daginn, það er í alvöru búið að vera að undirbúa okkur fyrir þennan feril frá því við vorum krakkar.“ Þeir voru hvattir til dáða í uppeldinu og hugmyndum þeirra tekið vel. Aðspurðir hvort það hafi alltaf verið auðvelt að vera þeir sjálfir segir Hálfdán: „Nei ég hef ekkert alltaf getað það. Stundum fer maður í einhvern karakter, það er óumflýjanlegt. Það fer auðvitað eftir því með hverjum þú ert og hvaða fólk er í kringum þig.“ Matthías segist hafa átt auðveldara með þetta. „Í tíunda bekk tók ég upp hugarfarið að mér væri drullusama hvað allir hugsa. Ég ætla bara að vera ég. Þá nennti ég ekki lengur að pæla í því hvað aðrir eru að hugsa, ég ætla bara að fá að gera mitt. Þér gengur ekki vel nema þú fylgir þínu.“ Öll orkan fer í þessar þrjár mínútur Hálfdán segist nýverið hafa áttað sig betur á þessu. „Ég eyddi miklum tíma í að spá hvað aðrir voru að hugsa en Matti var alltaf að segja mér að hætta því. Við höfum líka fengið ótrúlega mikla hvatningu og ást frá fjölskyldunni, þau styðja okkur í öllu ruglinu sem við viljum gera.“ Matthías og Hálfdán ólust upp við mjög listrænt og hvetjandi umhverfi.Vísir/Anton Brink Þeir segja að fjölskyldan hafi liggur við verið spenntari en þeir þegar Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Þau bókuðu strax flug út og fullt af vinum strákanna eru sömuleiðis að mæta. Í undirbúningi fyrir Eurovision ævintýrið segjast þeir fyrst og fremst einblína á þessar þrjár mínútur sem þeir stíga á svið, vonandi tvisvar. „Þessar þrjár mínútur sem við verðum á sviðinu, eða vonandi sex mínútur í heildina, það er í raun allt það sem skiptir máli úti. Öll viðtölin skipta ekki máli í samhengi við þetta. Það eru allir sem þekkja til búnir að segja okkur þetta og við ætlum að hafa þetta í huga úti.“ Strákarnir stíga alltaf á svið með sólgleraugu á sér og segja að þeir leyfi sér að vera smá alter-egó eða ýktari útgáfur af þeim sjálfum á sviðinu. „Það er svo fyndið, það þekkja okkur fáir nema við séum með sólgleraugun á okkur. Flestir setja sólgleraugun á til þess að fólk fatti ekki hverjir þeir eru.“ „Aron Can borðar kál“ sló í gegn Tónlistarævintýri strákanna hófst árið 2022 og hafa þeir náð að sanka að sér reynslu við að koma fram og annað síðan þá. „Þetta byrjaði þegar ég hætti á trompet. Ég safnaði fjölskyldunni saman og kom með rosa tilkynningu. Ég ætlaði að hætta í tónlist alfarið, ég væri ólíkur þeim og ætlaði að verða leikari, segir Matthías kíminn. Svo þegar ég áttaði mig á því að ég gæti gert tónlist í tölvunni fór ég að búa til takta (e. beats) og það fer á flug. Þegar Hálfdán útskrifast úr menntaskóla ári á eftir mér fer hann að fá áhuga á þessu líka. Við ákváðum að sameina krafta okkar og fyrst var þetta gert í algjöru sprelli, við gerðum lag á TikTok sem tók okkur fimm mínútur og heitir Aron Can borðar kál.“ Bæðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir byrjuðu Væb ævintýrið á TikTok.Vísir/Anton Brink Þeir segja að lagið hafi átt að vera ótrúlega lélegt og fyndið en á TikTok skrifuðu þeir að ef færslan með laginu fengi þúsund likes þá myndu þeir gefa það út. „Það gerðist og þá áttuðum við okkur á því að það væri kannski eitthvað í þessu. Þetta var allt í svo miklu flippi og fjöri, nafnið VÆB kom bara til okkar því okkur vantaði eitthvað nafn. Væb lýsir tónlistinni og við ákváðum að hafa þetta á góðri íslensku,“ segja þeir og hlæja. „Þetta gerðist allt óvart, við vorum ekkert með afmarkað rosalegt markmið heldur fór þetta smá á flug. Okkur finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt og það er svo mikill heiður að fá að vinna við þetta, eiginlega bara súrrealískt.“ Kirkjan mjög mótandi Matthías er búinn að vera í sambandi í tvö ár núna með Sirrý sem kemur frá Þorlákshöfn og mun hún að sjálfsögðu fylgja sínum manni út. Hálfdán er einhleypur en segist ætla að bíða með að leita að ástinni þangað til eftir Eurovision. Umhverfi þeirra og uppeldi hefur sannarlega mótað jákvætt viðhorf þeirra gagnvart lífinu en tónlistaráhuginn kemur sömuleiðis frá kirkjunni. „Það sem hefur mótað mig mest er örugglega kirkjan og fólkið sem ég er búinn að kynnast í gegnum hana. Fyrsti vinahópurinn minn myndaðist í KSS, félagi fyrir kristna unglinga, og þar fann ég að ég gat algjörlega verið ég sjálfur. Margir af mínum bestu vinum enn í dag koma þaðan og þetta er stór hluti af því hvað hefur mótað mig,“ segir Hálfdán. Strákarnir ólust upp við að fara í Sunnudagaskólann í Lindakirkju og taka þátt í starfi kirkjunnar. „Pabbi er organisti og mamma okkar er djákni í Lindakirkju og kórstjóri.“ Þeir halda báðir fast í trúna. „Að sjálfsögðu hefur maður alveg efast en núna finn ég fyrir mjög góðri tengingu við guð. Mér finnst ég sterkari með hverjum deginum. Æðruleysi hefur hjálpað manni svo mikið, að vita að það sé eitthvað meira og stærra. Maður er ekki einn og þetta er allt partur af plani hjá guði. Ég er mjög þakklátur fyrir kirkjuna,“ segir Hálfdán og bætir við að þeir bræður séu duglegir að mæta í messur og taka lagið. Hugsa reglulega um að hætta Strákarnir stefna lengra í tónlistinni og segja efasemdir órjúfanlegan hluta af þessari vegferð. „Það gerist alltaf við og við að við hugsum við þurfum að fara að hætta þessu. Svo kemur alltaf eitthvað nýtt spennandi verkefni og þá förum við alla leið með það. Þegar það er lítið að gera þá er aðeins minni hvatning.“ View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Matthías tók ársnám í hljóðtækni hér heima og ætlar til Noregs að læra meira. „Ég var kominn inn í skóla svo unnum við Söngvakeppnina núna þannig ég er að pæla í að seinka því um ár. Mér finnst gaman að vera á tökkunum og er alltaf með í að pródúsera öll lögin okkar, segir Matthías en Ingi Bauer hefur sömuleiðis unnið mikið með strákunum. Við sendum honum skilaboð á Instagram hvort hann væru til í að gera lög með okkur og svo hefur það þróast svona skemmtilega. Það er frábært að vinna með honum.“ Hittu gamla næntís stjörnu í lyftu Væb bræður hafa nú verið á flakki um Evrópu fyrir Eurovision og hafa þar kynnst ýmsum keppendum frá ólíkum löndum. „Við lentum í lyftu í Amsterdam um daginn með tónlistarmanninum Gabry Ponte, sem er maðurinn á bak við lagið I’m Blue Da Ba Dee. Við gerðum TikTok með honum og fengum góð ráð, hann sagði að það sem þyrfti til að ná svona góðri melódíu eins og í I’m Blue sé einfaldlega bara að vera heppinn. Hitta á nógu marga takka til þess að á endanum ná að hitta á eitthvað geggjað. Þannig að í rauninni bara að leggja inn vinnuna, þá getur maður samið hittara. Það var ótrúlega áhugavert að vera í þarna, svo mikið af fólki vissi hverjir við vorum og sungu meira að segja Bíómynd, sem er lagið sem við kepptum með í Söngvakeppninni í fyrra. Við vorum að spila fyrir framan sjötíu þúsund manns í tónleikahöll og það er algjört ævintýri að kynna lagið um Evrópu. Svo er mjög skemmtilegt að kynnast öðrum keppendum.“ @bara_vaeb @Gabry Ponte has a message! #sanmarino #esc #europe ♬ original sound - Væb Að lokum segjast þeir ekki geta beðið eftir því að stíga á svið. „Þetta verður svo ótrúlega skemmtilegt og við ætlum að njóta okkar í botn. Vonandi getur fólkið svo haldið almennilegt Eurovision partý og horft á okkur á lokakvöldinu.“ Eurovision Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Strákarnir eru fæddir og uppaldir í Kópavogi og það er einungis ár á milli þeirra, Hálfdán er fæddur 2003 og Matthías 2004. Væb skaust upp á stjörnuhimininn í Söngvakeppninni í fyrra þegar þeir vöktu mikla athygli fyrir lagið Bíómynd. Rífast en eru alltaf bestu vinir Í ár komu þeir, sáu og sigruðu með lagið Róa. Hálfdán og Matthías hafa alla tíð verið nánir vinir en taka þó tímabil þar sem þeir eyða minni tíma saman. „Í menntaskóla fórum við aðeins sitt hvora leiðina og það var hundrað prósent bara mjög mikilvægt fyrir okkur. Við eigum líka alveg sitt hvorn vinahópinn og svona og það hefur svolítið komið í bylgjum hversu miklum tíma við eyðum saman. Eftir að Væb fór af stað höfum við auðvitað verið mjög mikið saman og þetta er að verða svolítið langt tímabil. Við verðum alveg mjög þreyttir á hvor öðrum mjög oft Það á enginn að hanga með einhverjum svona lengi,“ segja þeir og skella upp úr en bæta við: „Það er samt svo mikil stemning. Við kunnum á takkana á hvor öðrum, kunnum að pirra hvorn annan og rífumst en við erum samt alltaf bestu vinir og treystum hvor öðrum ótrúlega vel. Ég myndi ekki vilja fara í þetta með neinum öðrum, segir Matthías og Hálfdán bætir við: Það er svo gaman að geta gert þetta með besta vini sínum. Það er ótrúlega þægilegt.“ Klára setningar hvors annars Strákarnir eru mjög samrýmdir og ganga svo langt að segjast jafnvel hugsa eins. „Við erum alltaf með svipaðar pælingar í öllu sem við erum að gera, stundum segjum við það sama á sama tíma og klárum setningar hjá hvor öðrum. Við erum líka báðir mjög ofvirkir sem hefur aðallega bara hjálpað okkur.“ Strákarnir segja að ofvirkni þeirra hafi unnið vel með þeim.Vísir/Anton Brink Þeir eru þó ólíkir að mörgu leyti og ná að hvetja hvorn annan áfram. „Ég er meiri ofhugsari, Matti kýlir meira á hlutina á meðan að ég pæli eiginlega of mikið í þeim. Þegar við vorum að pæla í því að taka aftur þátt í Söngvakeppninni var ég svolítið óviss, fór að hugsa hvort fólki þætti það skrýtið og ef lagið væri ekki nógu gott var ég hræddur um að það myndi bara frekar eyðileggja fyrir okkur. Matti sagði bara nei, við kýlum á þetta núna.“ Sex systkini sem öll lærðu á hljóðfæri Bræðurnir tilheyra sex systkina hópi og ólust upp í mjög listrænu umhverfi. „Báðir foreldrar okkar eru tónlistarmenn og við vorum mjög ungir þegar við hófum tónlistarnám,“ segja þeir. Matthías lærði á fiðlu og Hálfdán á selló og svo lá leið þeirra í Skólahljómsveit Kópavogs. „Allir fjölskyldumeðlimir hafa lært á hljóðfæri. Við erum mjög orkumikil fjölskylda en við Matti fáum samt örugglega titilinn orkumestu fjölskyldumeðlimirnir,“ segir Hálfdán hlæjandi. „Alltaf þegar við vorum með veislur eða matarboð fengu foreldrar okkar okkur til þess að vera með skemmtiatriði. Okkur fannst það ótrúlega gaman. Við vorum einmitt að tala um þetta um daginn, það er í alvöru búið að vera að undirbúa okkur fyrir þennan feril frá því við vorum krakkar.“ Þeir voru hvattir til dáða í uppeldinu og hugmyndum þeirra tekið vel. Aðspurðir hvort það hafi alltaf verið auðvelt að vera þeir sjálfir segir Hálfdán: „Nei ég hef ekkert alltaf getað það. Stundum fer maður í einhvern karakter, það er óumflýjanlegt. Það fer auðvitað eftir því með hverjum þú ert og hvaða fólk er í kringum þig.“ Matthías segist hafa átt auðveldara með þetta. „Í tíunda bekk tók ég upp hugarfarið að mér væri drullusama hvað allir hugsa. Ég ætla bara að vera ég. Þá nennti ég ekki lengur að pæla í því hvað aðrir eru að hugsa, ég ætla bara að fá að gera mitt. Þér gengur ekki vel nema þú fylgir þínu.“ Öll orkan fer í þessar þrjár mínútur Hálfdán segist nýverið hafa áttað sig betur á þessu. „Ég eyddi miklum tíma í að spá hvað aðrir voru að hugsa en Matti var alltaf að segja mér að hætta því. Við höfum líka fengið ótrúlega mikla hvatningu og ást frá fjölskyldunni, þau styðja okkur í öllu ruglinu sem við viljum gera.“ Matthías og Hálfdán ólust upp við mjög listrænt og hvetjandi umhverfi.Vísir/Anton Brink Þeir segja að fjölskyldan hafi liggur við verið spenntari en þeir þegar Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Þau bókuðu strax flug út og fullt af vinum strákanna eru sömuleiðis að mæta. Í undirbúningi fyrir Eurovision ævintýrið segjast þeir fyrst og fremst einblína á þessar þrjár mínútur sem þeir stíga á svið, vonandi tvisvar. „Þessar þrjár mínútur sem við verðum á sviðinu, eða vonandi sex mínútur í heildina, það er í raun allt það sem skiptir máli úti. Öll viðtölin skipta ekki máli í samhengi við þetta. Það eru allir sem þekkja til búnir að segja okkur þetta og við ætlum að hafa þetta í huga úti.“ Strákarnir stíga alltaf á svið með sólgleraugu á sér og segja að þeir leyfi sér að vera smá alter-egó eða ýktari útgáfur af þeim sjálfum á sviðinu. „Það er svo fyndið, það þekkja okkur fáir nema við séum með sólgleraugun á okkur. Flestir setja sólgleraugun á til þess að fólk fatti ekki hverjir þeir eru.“ „Aron Can borðar kál“ sló í gegn Tónlistarævintýri strákanna hófst árið 2022 og hafa þeir náð að sanka að sér reynslu við að koma fram og annað síðan þá. „Þetta byrjaði þegar ég hætti á trompet. Ég safnaði fjölskyldunni saman og kom með rosa tilkynningu. Ég ætlaði að hætta í tónlist alfarið, ég væri ólíkur þeim og ætlaði að verða leikari, segir Matthías kíminn. Svo þegar ég áttaði mig á því að ég gæti gert tónlist í tölvunni fór ég að búa til takta (e. beats) og það fer á flug. Þegar Hálfdán útskrifast úr menntaskóla ári á eftir mér fer hann að fá áhuga á þessu líka. Við ákváðum að sameina krafta okkar og fyrst var þetta gert í algjöru sprelli, við gerðum lag á TikTok sem tók okkur fimm mínútur og heitir Aron Can borðar kál.“ Bæðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir byrjuðu Væb ævintýrið á TikTok.Vísir/Anton Brink Þeir segja að lagið hafi átt að vera ótrúlega lélegt og fyndið en á TikTok skrifuðu þeir að ef færslan með laginu fengi þúsund likes þá myndu þeir gefa það út. „Það gerðist og þá áttuðum við okkur á því að það væri kannski eitthvað í þessu. Þetta var allt í svo miklu flippi og fjöri, nafnið VÆB kom bara til okkar því okkur vantaði eitthvað nafn. Væb lýsir tónlistinni og við ákváðum að hafa þetta á góðri íslensku,“ segja þeir og hlæja. „Þetta gerðist allt óvart, við vorum ekkert með afmarkað rosalegt markmið heldur fór þetta smá á flug. Okkur finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt og það er svo mikill heiður að fá að vinna við þetta, eiginlega bara súrrealískt.“ Kirkjan mjög mótandi Matthías er búinn að vera í sambandi í tvö ár núna með Sirrý sem kemur frá Þorlákshöfn og mun hún að sjálfsögðu fylgja sínum manni út. Hálfdán er einhleypur en segist ætla að bíða með að leita að ástinni þangað til eftir Eurovision. Umhverfi þeirra og uppeldi hefur sannarlega mótað jákvætt viðhorf þeirra gagnvart lífinu en tónlistaráhuginn kemur sömuleiðis frá kirkjunni. „Það sem hefur mótað mig mest er örugglega kirkjan og fólkið sem ég er búinn að kynnast í gegnum hana. Fyrsti vinahópurinn minn myndaðist í KSS, félagi fyrir kristna unglinga, og þar fann ég að ég gat algjörlega verið ég sjálfur. Margir af mínum bestu vinum enn í dag koma þaðan og þetta er stór hluti af því hvað hefur mótað mig,“ segir Hálfdán. Strákarnir ólust upp við að fara í Sunnudagaskólann í Lindakirkju og taka þátt í starfi kirkjunnar. „Pabbi er organisti og mamma okkar er djákni í Lindakirkju og kórstjóri.“ Þeir halda báðir fast í trúna. „Að sjálfsögðu hefur maður alveg efast en núna finn ég fyrir mjög góðri tengingu við guð. Mér finnst ég sterkari með hverjum deginum. Æðruleysi hefur hjálpað manni svo mikið, að vita að það sé eitthvað meira og stærra. Maður er ekki einn og þetta er allt partur af plani hjá guði. Ég er mjög þakklátur fyrir kirkjuna,“ segir Hálfdán og bætir við að þeir bræður séu duglegir að mæta í messur og taka lagið. Hugsa reglulega um að hætta Strákarnir stefna lengra í tónlistinni og segja efasemdir órjúfanlegan hluta af þessari vegferð. „Það gerist alltaf við og við að við hugsum við þurfum að fara að hætta þessu. Svo kemur alltaf eitthvað nýtt spennandi verkefni og þá förum við alla leið með það. Þegar það er lítið að gera þá er aðeins minni hvatning.“ View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Matthías tók ársnám í hljóðtækni hér heima og ætlar til Noregs að læra meira. „Ég var kominn inn í skóla svo unnum við Söngvakeppnina núna þannig ég er að pæla í að seinka því um ár. Mér finnst gaman að vera á tökkunum og er alltaf með í að pródúsera öll lögin okkar, segir Matthías en Ingi Bauer hefur sömuleiðis unnið mikið með strákunum. Við sendum honum skilaboð á Instagram hvort hann væru til í að gera lög með okkur og svo hefur það þróast svona skemmtilega. Það er frábært að vinna með honum.“ Hittu gamla næntís stjörnu í lyftu Væb bræður hafa nú verið á flakki um Evrópu fyrir Eurovision og hafa þar kynnst ýmsum keppendum frá ólíkum löndum. „Við lentum í lyftu í Amsterdam um daginn með tónlistarmanninum Gabry Ponte, sem er maðurinn á bak við lagið I’m Blue Da Ba Dee. Við gerðum TikTok með honum og fengum góð ráð, hann sagði að það sem þyrfti til að ná svona góðri melódíu eins og í I’m Blue sé einfaldlega bara að vera heppinn. Hitta á nógu marga takka til þess að á endanum ná að hitta á eitthvað geggjað. Þannig að í rauninni bara að leggja inn vinnuna, þá getur maður samið hittara. Það var ótrúlega áhugavert að vera í þarna, svo mikið af fólki vissi hverjir við vorum og sungu meira að segja Bíómynd, sem er lagið sem við kepptum með í Söngvakeppninni í fyrra. Við vorum að spila fyrir framan sjötíu þúsund manns í tónleikahöll og það er algjört ævintýri að kynna lagið um Evrópu. Svo er mjög skemmtilegt að kynnast öðrum keppendum.“ @bara_vaeb @Gabry Ponte has a message! #sanmarino #esc #europe ♬ original sound - Væb Að lokum segjast þeir ekki geta beðið eftir því að stíga á svið. „Þetta verður svo ótrúlega skemmtilegt og við ætlum að njóta okkar í botn. Vonandi getur fólkið svo haldið almennilegt Eurovision partý og horft á okkur á lokakvöldinu.“
Eurovision Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira