„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 21:37 DeAndre Kane var magnaður í kvöld. Vísir/Diego DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira