Leifur Welding hönnuður sá um endurhönnun hússins að innan þar sem sambland náttúrulegra efniviða með mismunandi áferðum og jarðlitatónar á veggjum og í húsgögnum umvefja öll rýmin og tengja þau saman á áreynslulausan hátt.
Hvert sem augað lítur, hefur verið hugsað út í hvert smáatriði í öllum rýmum. Á gólfum er dökkt viðarparket í fiskibeinamynstri sem gefur eiginni mikinn karakter.
Leifur hefur komið víða við með hönnun sinni á hótelum og veitingastöðum. Ber þar helst að nefna Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Sushi Social, Fjallkonuna, Kol, Kopar, Fiskfélagið, PUNK, Bastard, Pósthús mathöll, ásamt fjölmörgum sumarbústöðum.
Húsgögnin fylgja með kaupunum
Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að aðalhúsið skiptist upp í tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnloft. Við húsið er glæsilegt gestaherbergi með baðherbergi og sér sólpalli. Á sólpallinum er notlaleg setuaðstaða, heitur pottur og gufubað. Þaðan er gengið inn í rúmgott þvottahús með innréttingu. Þá er möguleiki að útbúa litla náttúrulaug út frá hitaveituaffalli í garðinum.
Þá segir að öll húsgögn og annar búnaður fylgi með kaupunum, þar á meðal hið margrómaða Jensen rúm frá Epal.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.








