Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Ég fæ reglulega spurningar frá fólki sem glímir við afleiðingar ýmissa heilsukvilla eða býr við langvinn veikindi. Skiljanlega hafa veikindi áhrif á kynlöngun en þau geta líka haft mikil áhrif á sjálfsmyndina okkar. Hér er ein spurning frá lesanda: „Hefur þú einhver ráð til að ná upp kynlöngun aftur í kjölfar líkamlegra veikinda? Ég er langveik og á oft erfitt með að finna löngun til að stunda kynlíf með makanum mínum þó mig langi til þess.“ - 29 ára kona. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Þegar við veikjumst gleymist stundum að taka umræðuna um áhrif veikindanna á kynlöngun og kynlíf. Þó að við séum að takast á við flókin veikindi er kynlíf enn mikilvægur hluti af lífinu! Ef þú hefur tök á því getur verið gagnlegt að ræða við lækni eða sálfræðing um hvernig veikindin hafa haft áhrif á kynlöngun þína. Það getur verið hjálplegt að ræða við lækni eða sálfræðing um áhrif langvinna veikinda á kynhvötina. Getty Það getur verið hjálplegt að skilja tenginguna betur og skoða hvernig þú getur mætt sjálfri þér betur í kjölfar veikindanna. Þú mátt vera með langvinn veikindi og vera kynvera Jafnvel á dögum þar sem þér finnst þú vera eins langt frá því að vera kynvera og hugsast getur ertu ennþá kynvera. Spurningin er, getur þú endurskoðað hugmynd þína um það hvað það er að vera kynvera? Taktu sérstaklega með inn í skilgreininguna þinn nýja veruleika eða þína líkamlegu getu. Þinn líkami þarf ekki að vera fullfrískur, verkjalaus, gallalaus, án ummerkja um veikindin til að þú getir upplifað unað og verið kynferðisleg. Langvinn veikindi hafa gjarnan áhrif á sjálfs- og líkamsímyndina okkar og hvet ég þig til að vinna að því að bæta sýn þína á þér og þínum líkama. Það getur verið hjálplegt að endurskoða aðeins hugmyndir um hvernig kynvera maður eigi að vera! Getty Mikilvægt að ræða hlutverkin Eruð þið föst í hlutverkunum: Umönnunaraðili og sjúklingur? Þegar maki veikist gerist það að við dettum í hlutverkin sjúklingur og umönnunaraðili. Þessi hlutverk geta verið nauðsynleg þegar annar aðilinn er að takast á við erfið veikindi og þarf umönnun eða stuðning frá maka. Hins vegar hafa þessi hlutverk áhrif á kynlöngun. Hvernig breytist kynlöngun gagnvart maka þegar við upplifum viðkomandi sem umönnunaraðila? Finnst þér sjálfri snúið að fara úr hlutverki sjúklingsins yfir í hlutverk elskanda? Ræðið þessi hlutverk ef þið kannist við þau og leggið ykkur fram við að búa til rými þar sem þið eruð ekki í þessum hlutverkum. Gerðu eitthvað fyrir maka þinn til að snúa þessu við þannig að þú fáir að hlúa að honum. Sendu skýr skilaboð um að þó svo að þú sért með langvinn veikindi þarf maki ekki að hvíla í þessu hlutverki stöðugt. Daðrið og leyfið ykkur að vera kynferðisleg þegar þið eruð saman, þó að það leiði ekki yfir í samfarir. Hér fjalla ég um hvernig megi kveikja á sér fyrir sig: Nokkrir punktar að lokum: Mættu þér með mildi. Þú ert ekki biluð eða brotin, það er skiljanlegt að kynlöngun breytist þegar líkaminn er verkjaður eða ólíkur sér. Það gerir þig ekki að minni kynveru. Taktu pressuna af. Kynlíf þarf ekki að snúast um samfarir eða fullnægingar. Það má vera mjúkt, hægt og byggt á því sem þinn líkami er til í. Það er mikilvægt að mæta þér eins og þú ert í dag! Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og taka pásur eða stoppa eftir þörfum. Það er í góðu lagi að finna fyrir löngun, daðra en geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Æfðu það í daglegu lífi að setja fókus á unað. Farðu í heitt bað og njóttu þess að finna fyrir vatninu, borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir bragðinu, tiltu þér út í sólina og finndu fyrir henni á húðinni, hlustaðu á tónlist sem ýtir undir unað og vellíðan. Mundu að kynlöngun er oft viðbragð, hún kviknar stundum ekki fyrr en þú finnur fyrir því sem kveikir á þér. Kynlöngun er oft viðbragð við heitum koss eða snertingu. Passaðu þig á því að vera ekki að bíða eftir því að kynlöngun kvikni fyrst áður en þú leyfir þér að detta í heitann koss. Stundum er ágætt að skipuleggja tíma fyrir nánd og sjá hvort líkaminn vakni upp við nánd og snertingu, ef ekki allt í góðu! Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira
Hér er ein spurning frá lesanda: „Hefur þú einhver ráð til að ná upp kynlöngun aftur í kjölfar líkamlegra veikinda? Ég er langveik og á oft erfitt með að finna löngun til að stunda kynlíf með makanum mínum þó mig langi til þess.“ - 29 ára kona. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Þegar við veikjumst gleymist stundum að taka umræðuna um áhrif veikindanna á kynlöngun og kynlíf. Þó að við séum að takast á við flókin veikindi er kynlíf enn mikilvægur hluti af lífinu! Ef þú hefur tök á því getur verið gagnlegt að ræða við lækni eða sálfræðing um hvernig veikindin hafa haft áhrif á kynlöngun þína. Það getur verið hjálplegt að ræða við lækni eða sálfræðing um áhrif langvinna veikinda á kynhvötina. Getty Það getur verið hjálplegt að skilja tenginguna betur og skoða hvernig þú getur mætt sjálfri þér betur í kjölfar veikindanna. Þú mátt vera með langvinn veikindi og vera kynvera Jafnvel á dögum þar sem þér finnst þú vera eins langt frá því að vera kynvera og hugsast getur ertu ennþá kynvera. Spurningin er, getur þú endurskoðað hugmynd þína um það hvað það er að vera kynvera? Taktu sérstaklega með inn í skilgreininguna þinn nýja veruleika eða þína líkamlegu getu. Þinn líkami þarf ekki að vera fullfrískur, verkjalaus, gallalaus, án ummerkja um veikindin til að þú getir upplifað unað og verið kynferðisleg. Langvinn veikindi hafa gjarnan áhrif á sjálfs- og líkamsímyndina okkar og hvet ég þig til að vinna að því að bæta sýn þína á þér og þínum líkama. Það getur verið hjálplegt að endurskoða aðeins hugmyndir um hvernig kynvera maður eigi að vera! Getty Mikilvægt að ræða hlutverkin Eruð þið föst í hlutverkunum: Umönnunaraðili og sjúklingur? Þegar maki veikist gerist það að við dettum í hlutverkin sjúklingur og umönnunaraðili. Þessi hlutverk geta verið nauðsynleg þegar annar aðilinn er að takast á við erfið veikindi og þarf umönnun eða stuðning frá maka. Hins vegar hafa þessi hlutverk áhrif á kynlöngun. Hvernig breytist kynlöngun gagnvart maka þegar við upplifum viðkomandi sem umönnunaraðila? Finnst þér sjálfri snúið að fara úr hlutverki sjúklingsins yfir í hlutverk elskanda? Ræðið þessi hlutverk ef þið kannist við þau og leggið ykkur fram við að búa til rými þar sem þið eruð ekki í þessum hlutverkum. Gerðu eitthvað fyrir maka þinn til að snúa þessu við þannig að þú fáir að hlúa að honum. Sendu skýr skilaboð um að þó svo að þú sért með langvinn veikindi þarf maki ekki að hvíla í þessu hlutverki stöðugt. Daðrið og leyfið ykkur að vera kynferðisleg þegar þið eruð saman, þó að það leiði ekki yfir í samfarir. Hér fjalla ég um hvernig megi kveikja á sér fyrir sig: Nokkrir punktar að lokum: Mættu þér með mildi. Þú ert ekki biluð eða brotin, það er skiljanlegt að kynlöngun breytist þegar líkaminn er verkjaður eða ólíkur sér. Það gerir þig ekki að minni kynveru. Taktu pressuna af. Kynlíf þarf ekki að snúast um samfarir eða fullnægingar. Það má vera mjúkt, hægt og byggt á því sem þinn líkami er til í. Það er mikilvægt að mæta þér eins og þú ert í dag! Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og taka pásur eða stoppa eftir þörfum. Það er í góðu lagi að finna fyrir löngun, daðra en geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Æfðu það í daglegu lífi að setja fókus á unað. Farðu í heitt bað og njóttu þess að finna fyrir vatninu, borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir bragðinu, tiltu þér út í sólina og finndu fyrir henni á húðinni, hlustaðu á tónlist sem ýtir undir unað og vellíðan. Mundu að kynlöngun er oft viðbragð, hún kviknar stundum ekki fyrr en þú finnur fyrir því sem kveikir á þér. Kynlöngun er oft viðbragð við heitum koss eða snertingu. Passaðu þig á því að vera ekki að bíða eftir því að kynlöngun kvikni fyrst áður en þú leyfir þér að detta í heitann koss. Stundum er ágætt að skipuleggja tíma fyrir nánd og sjá hvort líkaminn vakni upp við nánd og snertingu, ef ekki allt í góðu! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira