Fótbolti

Bein út­sending: Þor­steinn og Ingi­björg sitja fyrir svörum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Noregi.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Noregi. vísir/anton

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Fundurinn hefst klukkan 12:20 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Ingibjörg Sigurðardóttir sitja fyrir svörum á fundinum. Ingibjörg er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg í riðli 2 í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Íslendingar eru með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum.

Leikur Íslands og Sviss fer fram á AVIS-vellinum í Laugardalnum á morgun og hefst klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×