„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Sveindís segist vona að þjálfaraskiptin hjá Wolfsburg setji hana í betri stöðu. Vísir Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira