„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 22:42 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma í Keflavík en þeir félagar voru einnig í eldlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum