Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 10:22 Giorgi Mamardashvili ræðir við Real Madrid stjörnuna Vinicius Junior áður en Brasilíumaðurinn tók vítið. Mamardashvili varði síðan vítið. Getty/Alberto Gardi Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar. Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira