„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:31 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn