„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:31 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira