Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2025 08:52 Starfsmenn Rauða hálfmánans á Gasa syrgja félaga sína sem voru drepnir nærri Rafah í síðasta mánuði. Lík þeirra sem fundust í grunnri fjöldagröf. AP/Abdel Kareem Hana Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé. Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé.
Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira