Sjóræningjar réðust á Íslendinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:01 Einar og skipsfélagar hans lentu í miklum lífsháska við strendur Kamerún og í lokaþætti af Útkalli rifjar hann upp þessa ótrúlegu reynslu. Stöð 2 „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands. Útkall Einu sinni var... Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands.
Útkall Einu sinni var... Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira