„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 14:47 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar eftir að hafa skorað í síðasta landsleik Íslands; 3-2 tapi fyrir Frakklandi á útivelli. getty/Alex Nicodim Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Sjá meira
Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti