Við fáum því El Clasico bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í ellefu ár.
Fyrri leiknum lauk með 4-4 jafntefli og Barcelona vann því 5-4 samanlagt.
Barcelona mætir Real Madrid í úrslitaleiknum en Real Madrid sló Real Sociedad út í hinum undanúrslitaleiknum 5-4 samanlagt eftir framlengdan leik í gær.
Ferran Torres skoraði sigurmark Barcelona í kvöld strax á 27. mínútu leiksins eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Lamine Yamal.
Barcelona er að komast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleikinn í fjögur ár síðan þeir unnu bikarinn síðast 2021.
Þetta verður aftur á móti fyrsti El Clasico í bikarúrslitunum síðan Real Madrid vann Barcelona 2-1 í úrslitaleiknum 2014.
AC Milan og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í fyrri undanúrslitaleik sínum í ítalska bikarnum. Tammy Abraham kom AC Milan í 1-0 á 47. mínútu en Hakan Calhanoglu jafnaði metin á 67. mínútu.