Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir FHL 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir staldri stutt við í deild þeirra bestu. Til að það breytist þurfa nýju erlendu leikmennirnir helst að skila einhverju álíka og stjörnuleikmennirnir sem komu í fyrra. FHL er fyrsta liðið frá Austfjörðum til að spila í efstu deild síðan Höttur lék í efstu deild kvenna árið 1994. Það varð hins vegar afar snemma ljóst síðasta sumar að þetta yrði raunin og að bestu lið landsins myndu heimsækja Fjarðabyggðarhöllina sumarið 2025. Byrjunarlið FHL gegn Breiðabliki í Fjarðabyggðarhöllinni í síðasta mánuði. Róðurinn var afar þungur fyrir liðið í Lengjubikarnum og það tapaði öllum fimm leikjum sínum, samtals með markatölunni 1:20.FHL fótbolti Austfirðingar áttu algjört draumatímabil og tryggðu sig upp í Bestu deild strax 10. ágúst, með 5-1 stórsigri gegn ÍBV, þegar enn voru fjórar umferðir eftir. Liðið hafði þá aðeins tapað einum leik af fjórtán og haft algjöra yfirburði í Lengjudeildinni. Algjörir lykilmenn kvöddu hins vegar félagið þegar sætið í Bestu deild var í höfn og FHL endaði á að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í fyrra sem vonandi mun ekki fylgja liðinu inn í fyrstu leiktíð þess í efstu deild. Líklegt byrjunarlið FHL (4-3-3): Keelan Terrell Íris Vala Ragnarsdóttir - Rósey Björgvinsdóttir - Mikaela Nótt Pétursdóttir - Anna Hurley Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir - Alexia Czerwien - Aida Kardovic Björg Gunnlaugsdóttir - Hope Santaniello - Calliste Brookshire Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson, sem tók við FHL í 2. deild 2019, þekkir það að þjálfa í efstu deild eftir að hafa stýrt KR þar. Leikmenn hans eru hins vegar langflestir að stíga þar sín fyrstu skref og þurfa að læra hratt og vel til þess að ævintýrið fyrir austan haldi áfram. Komnar: Alexia Czerwien frá Bandaríkjunum María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki Anna Hurley frá Bandaríkjunum Hope Santaniello frá Bandaríkjunum Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum Aida Kardovic frá Bandaríkjunum Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (lán) Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi Farnar: Emma Hawkins til Portúgals (fór í ágúst) Samantha Smith til Breiðabliks (fór í ágúst að láni) Deja Sandoval í FH Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar Kristín Magdalena Barboza í Hauka (var í láni frá Breiðabliki) Selena Salas til Spánar Á síðustu leiktíð fundu forráðamenn FHL svo óhemju góða erlenda leikmenn til að styrkja liðið að þeir náðu ekki að klára tímabilið áður en önnur félög höfðu klófest þá. Emma Hawkins skoraði 24 mörk í aðeins 14 leikjum áður en hún endaði í Portúgal og Samanta Smith skoraði 15 mörk en fór svo til Breiðabliks og varð Íslandsmeistari og einn albesti leikmaður Bestu deildarinnar einnig. Nú er bara að vona fyrir FHL að veðjað hafi verið á álíka hesta fyrir sumarið og hafa fjórir leikmenn verið sóttir til Bandaríkjanna. Útlendingalottóið verður hreinlega að skila aftur risavinningi. Calliste Brookshire og Hope Santaniello eru sóknarsinnaðir leikmenn sem koma báðar frá UMass Lowell háskólanum. Anna Hurley er einnig fjölhæfur leikmaður og Aida Karkovic er 25 ára serbneskur, sóknarsinnaður miðjumaður sem lék með Creighton háskólanum og sex leiki með U19-landsliði Serbíu. View this post on Instagram A post shared by FHL (@fhl.fotbolti) Þá er Mikaela Nótt Pétursdóttir komin frá Íslandsmeisturum Breiðabliks en hún er öflugur 21 árs varnarmaður. María Björg Fjölnisdóttir býr einnig yfir reynslu úr efstu deild og Ólína Helga Sigþórsdóttir er efnilegur leikmaður frá Völsungi. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það mun vera mjög erfitt fyrir lið að koma í Fjarðabyggðarhöllina í sumar og sækja stig þar sem heimamenn munu fjölmenna í stúkuna, vera með læti og hvetja liðið til sigurs,“ segir Sonný Lára Þráinsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna sem verða á sínum stað á Stöð 2 Sport í sumar. „Þetta verður erfitt en lærdómsríkt sumar fyrir FHL. Þær koma inn í mót sem óskrifað blað, það er ekki hægt að dæma þær út frá slökum úrslitum á undirbúningstímabilinu þar sem þær eru nýlega komnar með þá leikmenn sem munu spila lykilhlutverk í liðinu í sumar og eiga eftir að ná að slípa sig saman. Stóra spurningin er hvort þær muni ná að fylla skarð þeirra Samönthu og Emmu sem sáu um markaskorun hjá þeim síðasta sumar. Björgvin er reynslumikill þjálfari og búinn að þjálfa liðið lengi og veit hvað þarf að gera til að halda sig í deild þeirra bestu. Að lokum verður gaman að fylgjast með ungum og efnilegum leikmönnum spreyta sig í deildinni eins og Björg Guðlaugsdóttur en hún er spennandi leikmaður, skilar mörkum og býr yfir miklum hraða,“ segir Sonný Lára. Björg Gunnlaugsdóttir er leikmaður sem full ástæða er til að fylgjast með í sumar.FHL fótbolti Lykilmenn Rósey Björgvinsdóttir, 21 árs miðvörður Aida Karkovic, 25 ára miðjumaður Calliste Brookshire, 22 ára kantmaður Fylgist með Björg Gunnlaugsdóttir er 18 ára framherji sem vert er að gefa gaum í sumar. Hún er bæði fljót og áræðin og hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar náð að spila níutíu meistaraflokksleiki því hún var farin að spila í 2. deild aðeins 14 ára gömul. Björg, sem á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands, skoraði sex mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sjö mörk árið áður, og verður fróðlegt að sjá hvernig hún spjarar sig gegn bestu liðum landsins. Í besta/versta falli Sumarið snýst um það fyrir FHL að reyna að halda sér uppi og byggja ofan á það góða sem liðið hefur verið að gera síðustu ár. Liðið er ekki að fara að blanda sér í efri hlutann en gæti vel náð að forðast fall. Í versta falli kemur í ljós að erlendu leikmennirnir eru ekki nógu góðir, liðið fer beint niður aftur og við tekur önnur þriggja áratuga bið eftir Austfjarðaliði í efstu deild. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir FHL 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir staldri stutt við í deild þeirra bestu. Til að það breytist þurfa nýju erlendu leikmennirnir helst að skila einhverju álíka og stjörnuleikmennirnir sem komu í fyrra. FHL er fyrsta liðið frá Austfjörðum til að spila í efstu deild síðan Höttur lék í efstu deild kvenna árið 1994. Það varð hins vegar afar snemma ljóst síðasta sumar að þetta yrði raunin og að bestu lið landsins myndu heimsækja Fjarðabyggðarhöllina sumarið 2025. Byrjunarlið FHL gegn Breiðabliki í Fjarðabyggðarhöllinni í síðasta mánuði. Róðurinn var afar þungur fyrir liðið í Lengjubikarnum og það tapaði öllum fimm leikjum sínum, samtals með markatölunni 1:20.FHL fótbolti Austfirðingar áttu algjört draumatímabil og tryggðu sig upp í Bestu deild strax 10. ágúst, með 5-1 stórsigri gegn ÍBV, þegar enn voru fjórar umferðir eftir. Liðið hafði þá aðeins tapað einum leik af fjórtán og haft algjöra yfirburði í Lengjudeildinni. Algjörir lykilmenn kvöddu hins vegar félagið þegar sætið í Bestu deild var í höfn og FHL endaði á að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í fyrra sem vonandi mun ekki fylgja liðinu inn í fyrstu leiktíð þess í efstu deild. Líklegt byrjunarlið FHL (4-3-3): Keelan Terrell Íris Vala Ragnarsdóttir - Rósey Björgvinsdóttir - Mikaela Nótt Pétursdóttir - Anna Hurley Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir - Alexia Czerwien - Aida Kardovic Björg Gunnlaugsdóttir - Hope Santaniello - Calliste Brookshire Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson, sem tók við FHL í 2. deild 2019, þekkir það að þjálfa í efstu deild eftir að hafa stýrt KR þar. Leikmenn hans eru hins vegar langflestir að stíga þar sín fyrstu skref og þurfa að læra hratt og vel til þess að ævintýrið fyrir austan haldi áfram. Komnar: Alexia Czerwien frá Bandaríkjunum María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki Anna Hurley frá Bandaríkjunum Hope Santaniello frá Bandaríkjunum Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum Aida Kardovic frá Bandaríkjunum Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (lán) Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi Farnar: Emma Hawkins til Portúgals (fór í ágúst) Samantha Smith til Breiðabliks (fór í ágúst að láni) Deja Sandoval í FH Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar Kristín Magdalena Barboza í Hauka (var í láni frá Breiðabliki) Selena Salas til Spánar Á síðustu leiktíð fundu forráðamenn FHL svo óhemju góða erlenda leikmenn til að styrkja liðið að þeir náðu ekki að klára tímabilið áður en önnur félög höfðu klófest þá. Emma Hawkins skoraði 24 mörk í aðeins 14 leikjum áður en hún endaði í Portúgal og Samanta Smith skoraði 15 mörk en fór svo til Breiðabliks og varð Íslandsmeistari og einn albesti leikmaður Bestu deildarinnar einnig. Nú er bara að vona fyrir FHL að veðjað hafi verið á álíka hesta fyrir sumarið og hafa fjórir leikmenn verið sóttir til Bandaríkjanna. Útlendingalottóið verður hreinlega að skila aftur risavinningi. Calliste Brookshire og Hope Santaniello eru sóknarsinnaðir leikmenn sem koma báðar frá UMass Lowell háskólanum. Anna Hurley er einnig fjölhæfur leikmaður og Aida Karkovic er 25 ára serbneskur, sóknarsinnaður miðjumaður sem lék með Creighton háskólanum og sex leiki með U19-landsliði Serbíu. View this post on Instagram A post shared by FHL (@fhl.fotbolti) Þá er Mikaela Nótt Pétursdóttir komin frá Íslandsmeisturum Breiðabliks en hún er öflugur 21 árs varnarmaður. María Björg Fjölnisdóttir býr einnig yfir reynslu úr efstu deild og Ólína Helga Sigþórsdóttir er efnilegur leikmaður frá Völsungi. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það mun vera mjög erfitt fyrir lið að koma í Fjarðabyggðarhöllina í sumar og sækja stig þar sem heimamenn munu fjölmenna í stúkuna, vera með læti og hvetja liðið til sigurs,“ segir Sonný Lára Þráinsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna sem verða á sínum stað á Stöð 2 Sport í sumar. „Þetta verður erfitt en lærdómsríkt sumar fyrir FHL. Þær koma inn í mót sem óskrifað blað, það er ekki hægt að dæma þær út frá slökum úrslitum á undirbúningstímabilinu þar sem þær eru nýlega komnar með þá leikmenn sem munu spila lykilhlutverk í liðinu í sumar og eiga eftir að ná að slípa sig saman. Stóra spurningin er hvort þær muni ná að fylla skarð þeirra Samönthu og Emmu sem sáu um markaskorun hjá þeim síðasta sumar. Björgvin er reynslumikill þjálfari og búinn að þjálfa liðið lengi og veit hvað þarf að gera til að halda sig í deild þeirra bestu. Að lokum verður gaman að fylgjast með ungum og efnilegum leikmönnum spreyta sig í deildinni eins og Björg Guðlaugsdóttur en hún er spennandi leikmaður, skilar mörkum og býr yfir miklum hraða,“ segir Sonný Lára. Björg Gunnlaugsdóttir er leikmaður sem full ástæða er til að fylgjast með í sumar.FHL fótbolti Lykilmenn Rósey Björgvinsdóttir, 21 árs miðvörður Aida Karkovic, 25 ára miðjumaður Calliste Brookshire, 22 ára kantmaður Fylgist með Björg Gunnlaugsdóttir er 18 ára framherji sem vert er að gefa gaum í sumar. Hún er bæði fljót og áræðin og hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar náð að spila níutíu meistaraflokksleiki því hún var farin að spila í 2. deild aðeins 14 ára gömul. Björg, sem á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands, skoraði sex mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sjö mörk árið áður, og verður fróðlegt að sjá hvernig hún spjarar sig gegn bestu liðum landsins. Í besta/versta falli Sumarið snýst um það fyrir FHL að reyna að halda sér uppi og byggja ofan á það góða sem liðið hefur verið að gera síðustu ár. Liðið er ekki að fara að blanda sér í efri hlutann en gæti vel náð að forðast fall. Í versta falli kemur í ljós að erlendu leikmennirnir eru ekki nógu góðir, liðið fer beint niður aftur og við tekur önnur þriggja áratuga bið eftir Austfjarðaliði í efstu deild.
Líklegt byrjunarlið FHL (4-3-3): Keelan Terrell Íris Vala Ragnarsdóttir - Rósey Björgvinsdóttir - Mikaela Nótt Pétursdóttir - Anna Hurley Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir - Alexia Czerwien - Aida Kardovic Björg Gunnlaugsdóttir - Hope Santaniello - Calliste Brookshire
Komnar: Alexia Czerwien frá Bandaríkjunum María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki Anna Hurley frá Bandaríkjunum Hope Santaniello frá Bandaríkjunum Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum Aida Kardovic frá Bandaríkjunum Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (lán) Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi Farnar: Emma Hawkins til Portúgals (fór í ágúst) Samantha Smith til Breiðabliks (fór í ágúst að láni) Deja Sandoval í FH Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar Kristín Magdalena Barboza í Hauka (var í láni frá Breiðabliki) Selena Salas til Spánar
Lykilmenn Rósey Björgvinsdóttir, 21 árs miðvörður Aida Karkovic, 25 ára miðjumaður Calliste Brookshire, 22 ára kantmaður
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti