Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Anna Þóra Baldursdóttir býr ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu í Kenía. Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný. Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“