Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í leikjunum við Frakkland og Sviss fyrir mánuði en er að glíma við hnémeiðsli. Getty/Alex Nicodim „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira