Lífið

Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Stefán Einar Stefánsson starfar sem fréttamaður hjá Morgunblaðinu.
Stefán Einar Stefánsson starfar sem fréttamaður hjá Morgunblaðinu. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna.

Parhúsið, sem byggt var árið 2018, stendur við Mosagötu í miðju Urriðaholti og er alls 244 fermetrar á tveimur hæðum. Í bjarta og stílhreina parhúsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi, eitt þeirra inn af hjónaherberginu.  Í garðinum er bæði heitur pottur, sauna og útieldhús með innbyggðu grilli og helluborði.

Stefán Einar starfar nú sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og Sara Lind, sem er lögfræðimenntuð, sem framkvæmdastjóri Climeworks. Saman eiga þau tvo syni.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Bæði heitur pottur og sauna eru í garðinum.
Svalirnar snúa í suðvesturátt.
Í opnu rými á efri hæðinni er borðstofa, eldhús og stofa.
Sjónvarpshol er á neðri hæðinni auk fjögurra svefnherbergja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.