Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 18:05 Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum, klúðraði góðu færi, en fiskaði vítaspyrnu. Getty/Gerrit van Keulen Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere. Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere.
Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira