Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 18:05 Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum, klúðraði góðu færi, en fiskaði vítaspyrnu. Getty/Gerrit van Keulen Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere. Hollenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere.
Hollenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira