Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 20:01 Kristín Helga segir úrvalið af vegan páskaeggjum alltaf að batna. Samsett Kristín Helga Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, segir úrval páskaeggja fyrir fólk sem er vegan alltaf vera að batna. Hátíðar, eins og jól og páskar, geti þó verið krefjandi fyrir grænkera. Fólk þurfi oft í matarboðum að sitja undir misskemmtilegum spurningum og jafnvel leiðindum af hálfu aðstandenda. „Ég hef verið vegan í fimm ár en var grænmetisæta í tvö ár fyrir það. Ég persónulega er verulega heppin með fólkið í kringum mig. Oftast þegar ég fæ einhverjar spurningar varðandi veganisma þá er það tengt því sem ég er að borða,“ segir Kristín. Fólk spyrji úr hverju maturinn er eða hvað það er. „Ég hef aldrei lent í leiðindum né fengið leiðinlegar spurningar frá mínum nánustu. Mín upplifun er að fólk spyr af forvitni en ekki til að vera með leiðindi.“ Í dag eru allskonar páskaegg í boði fyrir þau sem ekki borða dýraafurðir. Aðsend Sjálf tekur hún langoftast með sér mat þegar hún fer í mat hjá ættingjum. Mamma hrædd um að skemma matinn „Ég elska að elda þannig mér finnst það ekki vesen. Þá á ég líka oft afganga fyrir næstu daga. Mamma hefur viðurkennt að henni finnist hún ekki kunna að elda matinn minn og að hún sé hrædd um að skemma hann, því sé best að ég komi með hann sjálf.“ Stundum komi hún með alla máltíðina en stundum aðeins aðalréttinn. „Tengdafjölskyldan mín er yndisleg og þegar við erum með stórhátíðarmat er flest, ef ekki allt, meðlætið vegan. Þá kem ég með aðalréttinn fyrir mig og geri sósu með. Oftast er eftirrétturinn vegan.“ Kristín Helga segir úrvalið af páskaeggjum sæmilegt á Íslandi. Það hafi þó verið betra. „Eggin sem ég hef tekið eftir eru frá Nóa Síríus, Freyju, Útúrkú, Namm og tvær tegundir af erlendum eggjum í Nettó. Það hefur einnig verið til síðustu ár annað páskanammi en páskaegg en þetta árið hef ég bara fundið lítil egg með harðri skel í Nettó en þau seldust hratt upp og mér skilst að það hafi ekki verið hægt að fá aðra sendingu fyrir páska.“ Það verður ýmislegt í boði í bingóinu. Aðsend Kristín Helga segir úrvalið hafa batnað mikið síðustu ár. „Úrvalið var mjög slæmt fyrir þó nokkrum árum og var jafnvel ekkert eða bara ein tegund í boði. Það eru nokkur sem ég þekki sem hafa gert sín eigin páskaegg heima og það orðið að hefð fyrir hátíðarnar.“ Til að fagna páskunum efnir stjórn samtakanna til páskabingós á sunnudaginn á veitingastaðnum Mama í Bankastræti. Viðburðurinn hefst klukkan 14 og er opinn öllum. „Við komnar með geggjaða vinninga frá Los Angeles, London ásamt Íslandi,“ segir Kristín Helga en fjöldi fyrirtækja sem framleiða eða selja vegan mat styðja viðburðinn. Þar má nefna sem dæmi Namm!, Útúrkú, Baunin, Plantan, Mama, Tropic.is, Ella Stína, LiveFood, Kattakaffihúsið og Ekohúsið. Matur Sælgæti Vegan Tengdar fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 „Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Ég hef verið vegan í fimm ár en var grænmetisæta í tvö ár fyrir það. Ég persónulega er verulega heppin með fólkið í kringum mig. Oftast þegar ég fæ einhverjar spurningar varðandi veganisma þá er það tengt því sem ég er að borða,“ segir Kristín. Fólk spyrji úr hverju maturinn er eða hvað það er. „Ég hef aldrei lent í leiðindum né fengið leiðinlegar spurningar frá mínum nánustu. Mín upplifun er að fólk spyr af forvitni en ekki til að vera með leiðindi.“ Í dag eru allskonar páskaegg í boði fyrir þau sem ekki borða dýraafurðir. Aðsend Sjálf tekur hún langoftast með sér mat þegar hún fer í mat hjá ættingjum. Mamma hrædd um að skemma matinn „Ég elska að elda þannig mér finnst það ekki vesen. Þá á ég líka oft afganga fyrir næstu daga. Mamma hefur viðurkennt að henni finnist hún ekki kunna að elda matinn minn og að hún sé hrædd um að skemma hann, því sé best að ég komi með hann sjálf.“ Stundum komi hún með alla máltíðina en stundum aðeins aðalréttinn. „Tengdafjölskyldan mín er yndisleg og þegar við erum með stórhátíðarmat er flest, ef ekki allt, meðlætið vegan. Þá kem ég með aðalréttinn fyrir mig og geri sósu með. Oftast er eftirrétturinn vegan.“ Kristín Helga segir úrvalið af páskaeggjum sæmilegt á Íslandi. Það hafi þó verið betra. „Eggin sem ég hef tekið eftir eru frá Nóa Síríus, Freyju, Útúrkú, Namm og tvær tegundir af erlendum eggjum í Nettó. Það hefur einnig verið til síðustu ár annað páskanammi en páskaegg en þetta árið hef ég bara fundið lítil egg með harðri skel í Nettó en þau seldust hratt upp og mér skilst að það hafi ekki verið hægt að fá aðra sendingu fyrir páska.“ Það verður ýmislegt í boði í bingóinu. Aðsend Kristín Helga segir úrvalið hafa batnað mikið síðustu ár. „Úrvalið var mjög slæmt fyrir þó nokkrum árum og var jafnvel ekkert eða bara ein tegund í boði. Það eru nokkur sem ég þekki sem hafa gert sín eigin páskaegg heima og það orðið að hefð fyrir hátíðarnar.“ Til að fagna páskunum efnir stjórn samtakanna til páskabingós á sunnudaginn á veitingastaðnum Mama í Bankastræti. Viðburðurinn hefst klukkan 14 og er opinn öllum. „Við komnar með geggjaða vinninga frá Los Angeles, London ásamt Íslandi,“ segir Kristín Helga en fjöldi fyrirtækja sem framleiða eða selja vegan mat styðja viðburðinn. Þar má nefna sem dæmi Namm!, Útúrkú, Baunin, Plantan, Mama, Tropic.is, Ella Stína, LiveFood, Kattakaffihúsið og Ekohúsið.
Matur Sælgæti Vegan Tengdar fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02 „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57 „Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. 13. janúar 2025 17:02
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 9. janúar 2025 09:57
„Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. 18. janúar 2024 20:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“