„Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2025 08:00 Haukur og félagar hans lágu hver um annan þveran í snjóhúsinu sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. Stöð 2 „Ég fór svona einhvern veginn að rifja upp lífið og tilveruna. Ég man eftir því að ég sagði við sjálfan mig að ef ég kæmist heill úr þessu þá myndi ég hætta í öllu þar sem að það var einhver hætta; hætta í björgunar- og slökkviliðinu. Gera eitthvað annað, eitthvað sem væri ekki hættulegt,“ segir Haukur Gunnarsson, einn af átta björgunarsveitarmönnum frá Dalvík sem árið 1998 lentu í glórulausu ofsaveðri á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði. Í 20 stiga frosti, á 1.250 metra hæð neyddust mennirnir til að grafa sig í snjóhengju í glórulausu veðri. Þar höfðust þeir við klukkutímum saman, þyrstir svangir, skjálfandi og óttaslegnir. Í nýjasta þætti Útkalls rifjar Haukur upp þessa átakanlegu lífsreynslu. Einnig er rætt við Smára Sigurðsson formann svæðisstjórna björgunarsveita í Eyjafirði en hann var einn af þeim sem komu Hauki og félögum hans til bjargar. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Sleðarnir frusu fastir Það var fallegur sunnudagur í mars árið 1998. Haukur og félagar hans höfðu verið á vel heppnaðri landsæfingu uppi á hálendi og voru á leiðinni aftur í bæinn. Þar sem að það var blíðskaparveður þá breyttu þeir um ferðaáætlun, vitandi að það var spáð vondu veðri seinna um kvöldið. „En svo kom veðrið fyrr en við áætluðum. Við vorum að taka stöðuna og skoða kort þegar við tókum eftir því að það var orðið mjög dökkt í suður. Ferðalagið heim átti í raun bara að taka innan við tvo og hálfan tíma en veðrið kom einhverjum tíu klukkustundum fyrr heldur en spáin,“ rifjar Haukur upp. Fyrr en varði var veðrið orðið „glórulaust“ að hans sögn. Mennirnir enduðu inni í bröttum þverdal, og það bætti ekki úr skák að tveir af björgunarsleðunum voru svo þungir að það reyndist heilmikið erfiði að koma þeim upp aftur. „Þarna vorum við orðnir pínu smeykir við hvað var að gerast. Við áttuðum okkur ekki alveg á því hvernig við ættum að koma okkur út úr þessu.“ Hópurinn ákvað að reyna að halda áfram ferðinni norður þar sem að þeir töldu að veðrið væri ekki orðið eins slæmt þar. Annað kom þó á daginn. „Fljótlega fóru sleðarnir að frjósa fastir, beltin á þeim frusu föst, og þeir bara stoppuðu. Þá þurftum við að lyfta þeim upp og berja þá niður til þess að reyna að losa beltið frá. Á endanum gátum við ekki gert það meira, þeir voru bara pikkfastir, þannig að við urðum að tvímenna á sleðunum. Og svo kom bara að því að það var ekkert hægt að keyra, veðrið var rosa slæmt. Þá þurftum við að stoppa.“ Mennirnir voru fastir í glórulausu ofsaveðri, í 20 stiga frosti, á 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli. „Þetta var eiginlega mesta frost sem ég hafði lent í. Maður var orðinn blautur og kaldur, og maður hálfpartinn meiddi sig í beinunum, kuldinn náði svo djúpt inn.“ Einn úr hópnum, Gunnar bróðir Hauks, var illa haldinn en hafði verið veikur vikuna á undan og var farið að slá aftur niður þegar komið var upp á hálendið. Hann lá því fyrir og gat lítið gert. Haukur og hinir úr hópnum reyndu sitt besta til að hlúa að honum og láta fara vel um hann. Haukur kveðst hafa verið afar hræddur um bróður sinn, en að vissu leyti leyti hafi það veitt honum styrk að passa upp á hann. Í þættinum lýsir Haukur því sem fór í gegnum huga hans í þessum hrikalegu aðstæðum- þar sem hann vissi ekki hvort hann ætti eftir að komast lífs af.Stöð 2 Þurftu að liggja hver ofan á öðrum Til að bæta gráu ofan á svart þá gátu Haukur og félagar hans ekki kallað á hjálp af því að þeir höfðu skilið eftir talstöðvarnar. „Öll fjarskiptatæki sem við vorum með voru straumlaus. Þess vegna skildum við eftir rafhlöðurnar, þær þoldu ekki kuldann og voru bara búnar. En við vorum með NMT síma, sem voru aðalsímarnir á þessum tíma. Og á ákveðnum tímapunkti ákváðum við að fara aðeins ofar til að reyna að komast inn í einhvern geisla til að reyna að hringja heim. Þannig að við fórum þrír skríðandi upp fjallið og það var náttúrlega snarbrjálað. Maður gat varla staðið, maður bara fauk.“ Haukur og félagar hans tveir sáu fljótlega að það var ekkert samband uppi á fjallinu; þeir gátu ekki hringt í Neyðarlínuna eða í björgunarsveitina, eða í ástvini sína til að láta vita um afdrif sín. Þeir áttuðu sig á því að það eina í stöðunni var að búa til snjóhús. Þá blasti við enn ein hindrunin; snjórinn var grjótharður og veðurbarinn. „En við fundum stað, og við vorum með eina skóflu og nokkrar ísaxir. Við byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það þá hefði einhver okkar drepist þarna, bara mjög fljótlega,“ segir Haukur en það tók mennina tæpa átta klukkutíma að höggva sig inn í ísinn og koma snjóhúsinu upp. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsinu sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. Hugsaði heim Smári Sigurðsson var formaður svæðisstjórna björgunarsveita í Eyjafirði á þessum tíma. Seinni partinn þennan sunnudag fékk hann símtal frá formanni björgunarsveitarinnar á Dalvík, sem tjáði honum að mennirnir hefðu ekki skilað sér niður af fjallinu. „Það var ákveðið senda björgunarsveitarmenn á sleðum þessa leið sem Dalvíkingarnir ætluðu að koma úr, niður Þormárstaðardalinn. Það var ákveðið að fara að skoða þessar leiðir sem þeir ætluðu að fara og mögulega gætu hafa farið, og síðan að renna í alla þessa skála sem voru þarna til að kanna hvort það væru upplýsingar. Þannig að það fór fjöldi manns þarna af stað, en það var líka vitað að það væri mjög vont veður á Nýjabæjarfjalli og inni í Glerárdalnum og í þeim fjöllum. Og það var farið að hvessa verulega.“ Smári Sigurðsson og félagar hans úr björgunarsveitinni háðu ótrúlega þrekraun við að koma Hauki og hinum mönnunum til bjargar.Stöð 2 Á meðan hímdu Haukur og félagar hans uppi á fjallinu; svangir, þyrstir, blautir og kaldir. Og enginn vissi hvar þeir voru. „Þetta fékk auðvitað á mann,“ segir Haukur. „Við erum auðvitað mennskir og við gerum mistök og við getum lent í svona hlutum, en þetta var samt skellur.“ Aðspurður segist hann hafa hugsað heim. „Maður átti sig alveg á því að konan og foreldrarnir og fleiri, þeim hlyti að líða mjög illa. Það kom líka í ljós eftir á þegar við fórum að tala saman.“ „Ef ég fæ ekki að ganga til byggða, þá dey ég“ Síðan fór að líða á mánudaginn. Haukur var að eigin sögn rennandi blautur eftir marga klukkutíma af snjómokstri og líkir því við að vera nýstiginn upp úr sundlaug. Það var 25 stiga frost inni í snjóhúsinu. Haukur og nokkrir aðrir úr hópnum fóru að ræða þann möguleika að einhver þeirra myndi reyna að ganga til byggða. „Við vissum faktísk hvar við vorum en við þekktum reyndar ekki svæðið fyrir neðan. En við áttuðum okkur samt á því að þetta var í sjálfu sér ekkert rosalega langt.“ Þrír úr hópnum héldu síðan af stað til byggða. Einn af þeim var Kristbjörn, vinur Hauks sem áður hafði sagt: „Ef ég fæ ekki að ganga til byggða, þá dey ég.“ Síðan liðu margir klukkutímar. Á tímabili skánaði veðrið örlítið og það sást til himins, en síðan skall aftur á snarvitlaust veður. „Við fórum bara allir inn í snjóhúsið og vorum að reyna að hafa ofan af fyrir okkur. Við vorum með tóma gosflösku, settum snjó ofan í hana og ég reyndi að hrista og berja hana til að reyna að fá vökva,“ segir Haukur og bætir við að eftir því sem tíminn leið þá hafi þeir farið að hafa sífellt meiri áhyggjur af afdrifum mannanna þriggja; óttuðust að þeir hefðu kanski lent í snjóflóði eða væru fastir einhvers staðar. Á leiðinni voru Kristbjörn og hinir mennirnir tveir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Loksins komumst þeir niður í Eyjafjarðarsveit, og komu auga á bæinn Litladal. Í þættinum er vitnað í frásögn Kristbjörns úr bókinni Útkall. „Eftir dágóða stund gengum við inn hlaðið. Enginn var á bænum, en við vissum að þaðan var skammt yfir á næsta bæ, Stóradal. Við ákváðum að ganga þangað og þegar við nálguðumst kom jeppi á móti okkur. Þetta voru hjónin frá Stóradal, þau Jóhann Jónsson og Heiðrún Árnadóttir.“ Kolvitlaust veður „Það er ákveðið að ég myndi fá tvo reynda ferðafélaga mína, mikla jaxla til að fara upp eftir og fara svona og að kíkja á gil og svona einhverja ákveðna hættustaði sem við kannski þekktum betur en margir. Undir miðnætti erum við farnir af stað upp og erum ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum þarna að nóttina. Það var miklu skárra veður þarna inni á miðju hálendinu. Það reyndar snjóaði og það var mikill skafrenningur en það var ekkert í líkingu við veðrið inni á Miðbæjarfjalli. Þannig að við höldum áfram þarna eins og aðrir inn í nóttina,“ segir Smári í þættinum. Um hádegið á mánudeginum fengu Smári og félagar hans upplýsingar um að þrír úr hópnum væru komnir til byggða. „Og þá fengum við að vita hvaða leið þeir höfðu farið, leið sem sem okkur datt nú reyndar ekki í hug að væri inni í myndinni. Það var svona dálítið langt frá en þeir komust niður og við vissum líka að það væru björgunarsveitarmenn í skála þarna tiltölulega nálægt. Við vorum hins vegar staddir mjög austanlega og dálítið langt frá í skála sem heitir Landakot. Við ákváðum svo að við skyldum fara og gá hvort það væri eitthvað hægt að verða að liði af því að það hafði enginn komist af stað og það voru eiginlega allir bara veðurtepptir. Við prikuðum okkur þarna vestur eftir, og í skálann Bergland sem við rætur Nýjabæjarfjalls. Þar var komið alveg kolvitlaust veður.“ Haukur rifjar upp ástandið þegar leið á aðfaranótt mánudagsins. Bróður hans leið betur en sjálfur var Haukur að eigin sögn búinn á því líkamlega. Á einum tímapunkti fór hann rennandi blautur út í frosthríðina til að létta á sér og fann þá að snjógallinn hans var frosinn fastur „eins og steypa.“ Þegar hann ætlaði síðan aftur inn í snjóhúsið þá fann hann það ekki fyrr en eftir langa stund. Hann lýsir því sem fór í gegnum huga hans á þessum tíma. Hann vissi ekki hvort hann ætti eftir að lifa þetta af. „Ég hafði svosem ekki miklar áhyggjur af því hvernig það myndi gerast, en ég hafði áhyggjur af því hvaða áhrif það myndi hafa á foreldra mína, á eiginkonu mína og börnin mín. Konan mín var á þessum tíma gengin fjóra mánuði á leið með þriðja barnið okkar. Þannig að það var svona „töff“ að hugsa um það.“ Sleðarnir lágu á víð og dreif Smári og ferðafélagar hans ákváðu að athuga hvort þeir kæmust upp á Njörfafjall og í skálann Litlakot. Það tók þá drykklanga stund að finna skálann. „Þar voru þá þrír ferðafélagar okkar sem voru þar veðurtepptir. Okkur fannst hins vegar erfitt að hugsa til félaga okkar sem voru þarna úti á Nýjabæjarfjallinu og vissu ekkert um afdrif félaga sinna sem löbbuðu niður. Þetta sat dálítið í okkur, það var hálfur sólarhringur síðan þeir fóru frá þeim og þeir vissu ekkert hvort þeir hefðu komist niður úr Hraunadalum. Þannig að við ákváðum að reyna að fara út, við börðum upp sleðana og börðum þá í gang í alveg snarvitlausu veðri. En af því að veðrið var með þessum hætti þá var eina ráðið til að hafa sleðana í gangi að hafa þá á góðum snúning. Þannig að við vorum í raun og veru að keyra allt of hratt miðað við aðstæðurnar, en við sáum ekki neitt. Við þekktum þetta land reyndar þokkalega en við höfðum ekki neinn feril til að fara eftir en við vissum að það væru staðsetningarpunktar þar sem þeir væru einhvers staðar á milli, en það væri ekki hægt að keyra beint þar að. Við náðum að prika okkur þarna áfram í þessu kolvitlausa veðri og við förum allt í einu að sjá að við lendum upp á einhverri öxl, og við sjáum sleðaför í hjarninu undir. Þá vissum við að við værum alla vega á réttri leið, þar sem sleðaslóðin liggur. Þetta var mikið bras og basl. Við keyrum svo fram á sleða og sjáum bara einn sleða; við sáum náttúrulega ekkert í kringum okkur. Við vissum ekki hvort þeir væru þar eða einhvers staðar annars staðar en við vissum þó að sleðarnir ættu að vera fleiri, þannig að höldum áfram og finnum fleiri sleða. Það var eins og þeim hefði verið hent út flugvél, þeir voru þarna á víð og dreif í sortanum. Við fórum svo að labba út frá sleðunum til að athuga hvort við myndum finna eitthvað og þá sáum við snjóhrúgu. Þetta var greinilega eitthvað sem var búið að moka,“ segir Smári jafnframt. Í þættinum segir Haukur að það hafi verið eitt af bestu augnablikunum á hans ævi þegar hann heyrði hljóðið í snjósleðunum fyrir utan snjóhúsið. Hjálpin var mætt. „Þá vissi maður að þetta var í raun og veru búið,“ segir hann. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning. Ég var í einhverri geðhræringu, rauk bara út og ég held að ég hafi eitthvað spjallað við þá. Kanski áttaði ég mig ekki alveg á því að ég var orðinn alveg helvíti lélegur þarna, ég gat varla staðið. Og svo fraus gallinn minn aftur. En þeir komu með fullt af mat og drykkjum og kaffi og svefnpokum. Á ótrúlega stuttum tíma fórum við frá því að vera á ótrúlega vondum stað- yfir í að vera á góðum stað í góðum gír.“ Smári lýsir jafnframt upplifun sinni af því þegar þeir fundu Hauk og félaga hans. „Viðbrögðin þeirra voru greinilega mjög sterk. Það er bara ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta hefur verið nöturleg og ömurleg vist þarna ofan í þessu snjóbyrgi.“ Tók á að hitta foreldrana á ný Nokkrum klukkutímum seinna fór veðrið að ganga niður. Björgunarsveitarmenn streymdu að. Haukur rifjar upp hvernig það var að koma aftur heim í faðm fjölskyldu og vina. Hann og félagar hans voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. „Þar hitti ég konuna mína, sem var að sjálfsögðu mjög gleðilegt en líka mjög erfitt af því að þá áttaði maður sig á því hvernig þau höfðu haft það, og hvað hafði verið í gangi. Það var sjokk. Þegar Haukur kom aftur til Dalvíkur fór hann beinustu leið heim. Þar sat fjögurra ára gamall sonur hans í stiganum og beið eftir pabba sínum. „Hann var ósköp glaður að sjá pabba sinn, og ég náttúrulega líka, enda er ég mikill barnakall. Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét. Þetta var mjög erfitt, en líka gott,“ segir Haukur og rifjar upp að það hafi tekið á hann að hitta foreldra sína. „Ég ætla ekki að segja að ég hafi skammast mín en mér fannst leiðinlegt og erfitt að hafa komið þeim í þessar aðstæður; að ganga í gegnum þetta með tvo syni. Þetta fékk mikið á þau, skiljanlega.“ Haukur hugsar með mikilli hlýju til Smára og hinna bjargvættanna.Stöð 2 Í þættinum er Haukur spurður hvernig hann hugsi til Smára og hinna mannanna sem komu þeim til bjargar þennan dag. „Ég hef alltaf verið með mjög sérstaka tilfinningu gagnvart þeim. Mér þykir mjög vænt um þá og ég er þeim afar þakklátur. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þeir hefðu ekki komið þarna. Ef við hefðum þurft að vera þarna í sólarhring í viðbót – ég veit ekki hvernig það hefði endað.“ Útkall Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Sjá meira
Í 20 stiga frosti, á 1.250 metra hæð neyddust mennirnir til að grafa sig í snjóhengju í glórulausu veðri. Þar höfðust þeir við klukkutímum saman, þyrstir svangir, skjálfandi og óttaslegnir. Í nýjasta þætti Útkalls rifjar Haukur upp þessa átakanlegu lífsreynslu. Einnig er rætt við Smára Sigurðsson formann svæðisstjórna björgunarsveita í Eyjafirði en hann var einn af þeim sem komu Hauki og félögum hans til bjargar. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Sleðarnir frusu fastir Það var fallegur sunnudagur í mars árið 1998. Haukur og félagar hans höfðu verið á vel heppnaðri landsæfingu uppi á hálendi og voru á leiðinni aftur í bæinn. Þar sem að það var blíðskaparveður þá breyttu þeir um ferðaáætlun, vitandi að það var spáð vondu veðri seinna um kvöldið. „En svo kom veðrið fyrr en við áætluðum. Við vorum að taka stöðuna og skoða kort þegar við tókum eftir því að það var orðið mjög dökkt í suður. Ferðalagið heim átti í raun bara að taka innan við tvo og hálfan tíma en veðrið kom einhverjum tíu klukkustundum fyrr heldur en spáin,“ rifjar Haukur upp. Fyrr en varði var veðrið orðið „glórulaust“ að hans sögn. Mennirnir enduðu inni í bröttum þverdal, og það bætti ekki úr skák að tveir af björgunarsleðunum voru svo þungir að það reyndist heilmikið erfiði að koma þeim upp aftur. „Þarna vorum við orðnir pínu smeykir við hvað var að gerast. Við áttuðum okkur ekki alveg á því hvernig við ættum að koma okkur út úr þessu.“ Hópurinn ákvað að reyna að halda áfram ferðinni norður þar sem að þeir töldu að veðrið væri ekki orðið eins slæmt þar. Annað kom þó á daginn. „Fljótlega fóru sleðarnir að frjósa fastir, beltin á þeim frusu föst, og þeir bara stoppuðu. Þá þurftum við að lyfta þeim upp og berja þá niður til þess að reyna að losa beltið frá. Á endanum gátum við ekki gert það meira, þeir voru bara pikkfastir, þannig að við urðum að tvímenna á sleðunum. Og svo kom bara að því að það var ekkert hægt að keyra, veðrið var rosa slæmt. Þá þurftum við að stoppa.“ Mennirnir voru fastir í glórulausu ofsaveðri, í 20 stiga frosti, á 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli. „Þetta var eiginlega mesta frost sem ég hafði lent í. Maður var orðinn blautur og kaldur, og maður hálfpartinn meiddi sig í beinunum, kuldinn náði svo djúpt inn.“ Einn úr hópnum, Gunnar bróðir Hauks, var illa haldinn en hafði verið veikur vikuna á undan og var farið að slá aftur niður þegar komið var upp á hálendið. Hann lá því fyrir og gat lítið gert. Haukur og hinir úr hópnum reyndu sitt besta til að hlúa að honum og láta fara vel um hann. Haukur kveðst hafa verið afar hræddur um bróður sinn, en að vissu leyti leyti hafi það veitt honum styrk að passa upp á hann. Í þættinum lýsir Haukur því sem fór í gegnum huga hans í þessum hrikalegu aðstæðum- þar sem hann vissi ekki hvort hann ætti eftir að komast lífs af.Stöð 2 Þurftu að liggja hver ofan á öðrum Til að bæta gráu ofan á svart þá gátu Haukur og félagar hans ekki kallað á hjálp af því að þeir höfðu skilið eftir talstöðvarnar. „Öll fjarskiptatæki sem við vorum með voru straumlaus. Þess vegna skildum við eftir rafhlöðurnar, þær þoldu ekki kuldann og voru bara búnar. En við vorum með NMT síma, sem voru aðalsímarnir á þessum tíma. Og á ákveðnum tímapunkti ákváðum við að fara aðeins ofar til að reyna að komast inn í einhvern geisla til að reyna að hringja heim. Þannig að við fórum þrír skríðandi upp fjallið og það var náttúrlega snarbrjálað. Maður gat varla staðið, maður bara fauk.“ Haukur og félagar hans tveir sáu fljótlega að það var ekkert samband uppi á fjallinu; þeir gátu ekki hringt í Neyðarlínuna eða í björgunarsveitina, eða í ástvini sína til að láta vita um afdrif sín. Þeir áttuðu sig á því að það eina í stöðunni var að búa til snjóhús. Þá blasti við enn ein hindrunin; snjórinn var grjótharður og veðurbarinn. „En við fundum stað, og við vorum með eina skóflu og nokkrar ísaxir. Við byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það þá hefði einhver okkar drepist þarna, bara mjög fljótlega,“ segir Haukur en það tók mennina tæpa átta klukkutíma að höggva sig inn í ísinn og koma snjóhúsinu upp. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsinu sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. Hugsaði heim Smári Sigurðsson var formaður svæðisstjórna björgunarsveita í Eyjafirði á þessum tíma. Seinni partinn þennan sunnudag fékk hann símtal frá formanni björgunarsveitarinnar á Dalvík, sem tjáði honum að mennirnir hefðu ekki skilað sér niður af fjallinu. „Það var ákveðið senda björgunarsveitarmenn á sleðum þessa leið sem Dalvíkingarnir ætluðu að koma úr, niður Þormárstaðardalinn. Það var ákveðið að fara að skoða þessar leiðir sem þeir ætluðu að fara og mögulega gætu hafa farið, og síðan að renna í alla þessa skála sem voru þarna til að kanna hvort það væru upplýsingar. Þannig að það fór fjöldi manns þarna af stað, en það var líka vitað að það væri mjög vont veður á Nýjabæjarfjalli og inni í Glerárdalnum og í þeim fjöllum. Og það var farið að hvessa verulega.“ Smári Sigurðsson og félagar hans úr björgunarsveitinni háðu ótrúlega þrekraun við að koma Hauki og hinum mönnunum til bjargar.Stöð 2 Á meðan hímdu Haukur og félagar hans uppi á fjallinu; svangir, þyrstir, blautir og kaldir. Og enginn vissi hvar þeir voru. „Þetta fékk auðvitað á mann,“ segir Haukur. „Við erum auðvitað mennskir og við gerum mistök og við getum lent í svona hlutum, en þetta var samt skellur.“ Aðspurður segist hann hafa hugsað heim. „Maður átti sig alveg á því að konan og foreldrarnir og fleiri, þeim hlyti að líða mjög illa. Það kom líka í ljós eftir á þegar við fórum að tala saman.“ „Ef ég fæ ekki að ganga til byggða, þá dey ég“ Síðan fór að líða á mánudaginn. Haukur var að eigin sögn rennandi blautur eftir marga klukkutíma af snjómokstri og líkir því við að vera nýstiginn upp úr sundlaug. Það var 25 stiga frost inni í snjóhúsinu. Haukur og nokkrir aðrir úr hópnum fóru að ræða þann möguleika að einhver þeirra myndi reyna að ganga til byggða. „Við vissum faktísk hvar við vorum en við þekktum reyndar ekki svæðið fyrir neðan. En við áttuðum okkur samt á því að þetta var í sjálfu sér ekkert rosalega langt.“ Þrír úr hópnum héldu síðan af stað til byggða. Einn af þeim var Kristbjörn, vinur Hauks sem áður hafði sagt: „Ef ég fæ ekki að ganga til byggða, þá dey ég.“ Síðan liðu margir klukkutímar. Á tímabili skánaði veðrið örlítið og það sást til himins, en síðan skall aftur á snarvitlaust veður. „Við fórum bara allir inn í snjóhúsið og vorum að reyna að hafa ofan af fyrir okkur. Við vorum með tóma gosflösku, settum snjó ofan í hana og ég reyndi að hrista og berja hana til að reyna að fá vökva,“ segir Haukur og bætir við að eftir því sem tíminn leið þá hafi þeir farið að hafa sífellt meiri áhyggjur af afdrifum mannanna þriggja; óttuðust að þeir hefðu kanski lent í snjóflóði eða væru fastir einhvers staðar. Á leiðinni voru Kristbjörn og hinir mennirnir tveir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Loksins komumst þeir niður í Eyjafjarðarsveit, og komu auga á bæinn Litladal. Í þættinum er vitnað í frásögn Kristbjörns úr bókinni Útkall. „Eftir dágóða stund gengum við inn hlaðið. Enginn var á bænum, en við vissum að þaðan var skammt yfir á næsta bæ, Stóradal. Við ákváðum að ganga þangað og þegar við nálguðumst kom jeppi á móti okkur. Þetta voru hjónin frá Stóradal, þau Jóhann Jónsson og Heiðrún Árnadóttir.“ Kolvitlaust veður „Það er ákveðið að ég myndi fá tvo reynda ferðafélaga mína, mikla jaxla til að fara upp eftir og fara svona og að kíkja á gil og svona einhverja ákveðna hættustaði sem við kannski þekktum betur en margir. Undir miðnætti erum við farnir af stað upp og erum ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum þarna að nóttina. Það var miklu skárra veður þarna inni á miðju hálendinu. Það reyndar snjóaði og það var mikill skafrenningur en það var ekkert í líkingu við veðrið inni á Miðbæjarfjalli. Þannig að við höldum áfram þarna eins og aðrir inn í nóttina,“ segir Smári í þættinum. Um hádegið á mánudeginum fengu Smári og félagar hans upplýsingar um að þrír úr hópnum væru komnir til byggða. „Og þá fengum við að vita hvaða leið þeir höfðu farið, leið sem sem okkur datt nú reyndar ekki í hug að væri inni í myndinni. Það var svona dálítið langt frá en þeir komust niður og við vissum líka að það væru björgunarsveitarmenn í skála þarna tiltölulega nálægt. Við vorum hins vegar staddir mjög austanlega og dálítið langt frá í skála sem heitir Landakot. Við ákváðum svo að við skyldum fara og gá hvort það væri eitthvað hægt að verða að liði af því að það hafði enginn komist af stað og það voru eiginlega allir bara veðurtepptir. Við prikuðum okkur þarna vestur eftir, og í skálann Bergland sem við rætur Nýjabæjarfjalls. Þar var komið alveg kolvitlaust veður.“ Haukur rifjar upp ástandið þegar leið á aðfaranótt mánudagsins. Bróður hans leið betur en sjálfur var Haukur að eigin sögn búinn á því líkamlega. Á einum tímapunkti fór hann rennandi blautur út í frosthríðina til að létta á sér og fann þá að snjógallinn hans var frosinn fastur „eins og steypa.“ Þegar hann ætlaði síðan aftur inn í snjóhúsið þá fann hann það ekki fyrr en eftir langa stund. Hann lýsir því sem fór í gegnum huga hans á þessum tíma. Hann vissi ekki hvort hann ætti eftir að lifa þetta af. „Ég hafði svosem ekki miklar áhyggjur af því hvernig það myndi gerast, en ég hafði áhyggjur af því hvaða áhrif það myndi hafa á foreldra mína, á eiginkonu mína og börnin mín. Konan mín var á þessum tíma gengin fjóra mánuði á leið með þriðja barnið okkar. Þannig að það var svona „töff“ að hugsa um það.“ Sleðarnir lágu á víð og dreif Smári og ferðafélagar hans ákváðu að athuga hvort þeir kæmust upp á Njörfafjall og í skálann Litlakot. Það tók þá drykklanga stund að finna skálann. „Þar voru þá þrír ferðafélagar okkar sem voru þar veðurtepptir. Okkur fannst hins vegar erfitt að hugsa til félaga okkar sem voru þarna úti á Nýjabæjarfjallinu og vissu ekkert um afdrif félaga sinna sem löbbuðu niður. Þetta sat dálítið í okkur, það var hálfur sólarhringur síðan þeir fóru frá þeim og þeir vissu ekkert hvort þeir hefðu komist niður úr Hraunadalum. Þannig að við ákváðum að reyna að fara út, við börðum upp sleðana og börðum þá í gang í alveg snarvitlausu veðri. En af því að veðrið var með þessum hætti þá var eina ráðið til að hafa sleðana í gangi að hafa þá á góðum snúning. Þannig að við vorum í raun og veru að keyra allt of hratt miðað við aðstæðurnar, en við sáum ekki neitt. Við þekktum þetta land reyndar þokkalega en við höfðum ekki neinn feril til að fara eftir en við vissum að það væru staðsetningarpunktar þar sem þeir væru einhvers staðar á milli, en það væri ekki hægt að keyra beint þar að. Við náðum að prika okkur þarna áfram í þessu kolvitlausa veðri og við förum allt í einu að sjá að við lendum upp á einhverri öxl, og við sjáum sleðaför í hjarninu undir. Þá vissum við að við værum alla vega á réttri leið, þar sem sleðaslóðin liggur. Þetta var mikið bras og basl. Við keyrum svo fram á sleða og sjáum bara einn sleða; við sáum náttúrulega ekkert í kringum okkur. Við vissum ekki hvort þeir væru þar eða einhvers staðar annars staðar en við vissum þó að sleðarnir ættu að vera fleiri, þannig að höldum áfram og finnum fleiri sleða. Það var eins og þeim hefði verið hent út flugvél, þeir voru þarna á víð og dreif í sortanum. Við fórum svo að labba út frá sleðunum til að athuga hvort við myndum finna eitthvað og þá sáum við snjóhrúgu. Þetta var greinilega eitthvað sem var búið að moka,“ segir Smári jafnframt. Í þættinum segir Haukur að það hafi verið eitt af bestu augnablikunum á hans ævi þegar hann heyrði hljóðið í snjósleðunum fyrir utan snjóhúsið. Hjálpin var mætt. „Þá vissi maður að þetta var í raun og veru búið,“ segir hann. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning. Ég var í einhverri geðhræringu, rauk bara út og ég held að ég hafi eitthvað spjallað við þá. Kanski áttaði ég mig ekki alveg á því að ég var orðinn alveg helvíti lélegur þarna, ég gat varla staðið. Og svo fraus gallinn minn aftur. En þeir komu með fullt af mat og drykkjum og kaffi og svefnpokum. Á ótrúlega stuttum tíma fórum við frá því að vera á ótrúlega vondum stað- yfir í að vera á góðum stað í góðum gír.“ Smári lýsir jafnframt upplifun sinni af því þegar þeir fundu Hauk og félaga hans. „Viðbrögðin þeirra voru greinilega mjög sterk. Það er bara ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta hefur verið nöturleg og ömurleg vist þarna ofan í þessu snjóbyrgi.“ Tók á að hitta foreldrana á ný Nokkrum klukkutímum seinna fór veðrið að ganga niður. Björgunarsveitarmenn streymdu að. Haukur rifjar upp hvernig það var að koma aftur heim í faðm fjölskyldu og vina. Hann og félagar hans voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. „Þar hitti ég konuna mína, sem var að sjálfsögðu mjög gleðilegt en líka mjög erfitt af því að þá áttaði maður sig á því hvernig þau höfðu haft það, og hvað hafði verið í gangi. Það var sjokk. Þegar Haukur kom aftur til Dalvíkur fór hann beinustu leið heim. Þar sat fjögurra ára gamall sonur hans í stiganum og beið eftir pabba sínum. „Hann var ósköp glaður að sjá pabba sinn, og ég náttúrulega líka, enda er ég mikill barnakall. Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét. Þetta var mjög erfitt, en líka gott,“ segir Haukur og rifjar upp að það hafi tekið á hann að hitta foreldra sína. „Ég ætla ekki að segja að ég hafi skammast mín en mér fannst leiðinlegt og erfitt að hafa komið þeim í þessar aðstæður; að ganga í gegnum þetta með tvo syni. Þetta fékk mikið á þau, skiljanlega.“ Haukur hugsar með mikilli hlýju til Smára og hinna bjargvættanna.Stöð 2 Í þættinum er Haukur spurður hvernig hann hugsi til Smára og hinna mannanna sem komu þeim til bjargar þennan dag. „Ég hef alltaf verið með mjög sérstaka tilfinningu gagnvart þeim. Mér þykir mjög vænt um þá og ég er þeim afar þakklátur. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þeir hefðu ekki komið þarna. Ef við hefðum þurft að vera þarna í sólarhring í viðbót – ég veit ekki hvernig það hefði endað.“
Útkall Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Sjá meira