Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:44 David Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi, hvað þá tveimur áratugum síðar. Getty David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon. Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer. Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer.
Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira