Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 08:02 Eli Dasa er fyrirliði Ísraels og leikmaður Dinamo Moskvu í Rússlandi. NTB/Fredrik Varfjell Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira