Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2025 07:02 Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann ætla sér stóra hluti í garðslættinum í sumar. vísir/Anton Brink Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar. „Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn. Garðyrkja Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Við stofnuðum fyrirtækið í lok árs 2023 og fórum svo af stað með reksturinn síðasta sumar og það gekk alveg vonum framar hjá okkur. Við þurftum að loka á nýja viðskiptavini hjá okkur af því við vorum að fara af stað og vildum passa að við gætum þjónustað alla viðskiptavini okkar nákvæmlega eins og við vildum gera,“ útskýra strákarnir. Þeir mættu í Bítið á Bylgjuna og ræddu fyrirtækið. Langir dagar og mikill lærdómur Þeir strákar fara yfir víðan völl í Bítinu og útskýra að þeir hafi lært mikið síðasta sumar við að halda úti þjónustu fyrirtækisins. Þeir segja dagana hafa verið langa en viðskiptavinir gera samninga og fá svo slátturóbot og hleðslustöð yfir sumarið, sem strákarnir sjá alfarið um. „En við lærðum rosa margt og teljum okkur þekkja þessa róbota mjög vel í dag, erum fljótir að spotta ef það er eitthvað, það eru allskonar vandamál sem geta komið upp með þá og þá náttúrulega tekur okkur engan tíma að laga þá.“ Arngrímur og Andri eru vinir og skólafélagar í Verzló.Vísir/Anton Brink Þeir Arngrímur og Andri segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir rúmum þremur árum síðan. Ári áður, sumarið 2021 hafði pabbi Arngríms fengið sér svona slátturóbot. Arngrímur segist hafa verið fljótur að sjá mun á garðinum. „Sumarið 2022 var ég byrjaður að chippa í garðinum því hann var bara byrjaður að líta út eins og golfvöllur. Út frá þeessu höfðum við Andri talað um að búa eitthvað til saman og ég sá þetta sem kjörið tækifæri að hanna eitthvað þjónustumódel í kringum slátturóbotana þannig við ákváðum að fara að leigja þá út.“ Slegið á hverjum degi Róbotarnir eru frá sænska framleiðandanum Huskvarna og segja strákarnir í Bítinu að þeir hafi fjármagnað kaupin á þeim sjálfir. Viðskiptavinir séu af allskyns gerðum, einstaklingar, húsfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Róbotarnir sömuleiðis en strákarnir segja þá geta slegið grasbletti frá 400 fermetrum og upp í fimmtíu þúsund. Þeir voru með tíu róbota í þjónustu í fyrrasumar en stefna á að fjörutíu í sumar. „Það sem gerir slátturóbotona að svona mikilli snilld er líka bara að þeir slá á hverjum einasta degi og þeir slá það oft að grasið fellur ofan í jarðveginn og nýtist sem áburður, þannig að það er engin þörf á því að farga grasinu,“ segja strákarnir. Þeir taka fram að þeir séu nú í óðaönn við að taka við skilaboðum frá áhugasömum viðskiptavinum. Þeir ætla að einbeita sér að því að tryggja góða þjónustu í sumar og íhuga svo hvort þeir geti einhvern veginn útvíkkað starfsemina. Erfitt að bera saman verð „Það verður mikið að gera og allskonar sem getur komið upp, þannig við ætlum að taka fund eftir sumarið. Við viljum ekki vera í allt of mörgu í einu á meðan róbotarnir eru að vinna og það er mikið að gera.“ Þeir segjast í samtali við Vísi þó stefna á útskriftarferðina með Verzló í sumar enda séu þeir komnir með trausta aðila til að standa vaktina á meðan þeir njóti lífsins með samstúdentum erlendis. Þeir séu ekki byrjaðir að mala gull enda leggi þeir áherslu á að byggja upp traust viðskiptavina og stækka jafnt og þétt. Spurðir út í verð segjast þeir gera tilboð í hvern og einn garð fyrir sig enda séu þeir ólíkir. Þá verði að hafa í huga í verðsamanburði að á meðan aðrir bjóði upp á garðslátt nokkrum sinnum yfir sumarið þá sé grasið slegið á hverjum degi með róbotum. Ekki þurfi að raka heldur falli agnarsmáu afklippurnar daglega niður í grasið og virki sem áburður. Dæmi séu um að garðar hafi tekið fallega við sér síðasta sumar sökum þessa og vonandi bætist fleiri í hópinn.
Garðyrkja Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira