Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2025 07:04 Haukur og félagar höfðust við í pínulitlu snjóhúsi, svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. Stöð 2 „Við áttuðum okkur á að við urðum að reyna að grafa okkur inn í snjóhús. En snjórinn var grjótharður. Við vorum með skóflu og ísaxir og byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það hefðu einhverjir af okkur drepist þarna fljótlega. Þetta tók átta klukkutíma,“ segir Haukur Gunnarsson, björgunarsveitarmaður í áhrifaríku viðtali í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum. Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum.
Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“