Wood hefur verið í miklum ham með Nottingham Forest í vetur og er í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann hélt uppteknum hætti þegar Nýja-Sjáland tók á móti Fídjí í dag. Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 7-0, og skoraði Wood þrjú markanna, öll með skalla.
Eftir gott dagsverk var Wood tekinn af velli á 62. mínútu, skömmu eftir að hann skoraði sitt þriðja mark.
Framherjinn stóri og stæðilegi brá sér þá upp í stúku og byrjaði að gefa eiginhandaráritanir. Dómari leiksins hafði engan húmor fyrir því og gaf Wood gula spjaldið.
Chris Wood was booked for signing autographs during New Zealand's game against Fiji 🟨😅
— Match of the Day (@BBCMOTD) March 21, 2025
After scoring a hat-trick of headers, the Nottingham Forest striker was subbed off.
He then headed into the crowd where he spent several minutes with fans - and received a yellow card for… pic.twitter.com/U5DHSp2mpo
Wood og félagar og í ný-sjálenska landsliðinu mæta Nýju-Kaledóníu á mánudaginn. Með sigri tryggir Nýja-Sjáland sér sæti á HM á næsta ári.
Wood er langmarkahæstur í sögu ný-sjálenska landsliðsins með 44 mörk í 81 leik. Hann hefur spilað með landsliðinu síðan 2009 og lék með því síðast þegar það komst á HM, í Suður-Afríku fyrir fimmtán árum.
Hinn 33 ára Wood hefur skorað átján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Forest er í 3. sæti hennar.