„Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 17:17 Leikmenn Arda minntust fallins félaga sem reyndist svo bara vera lifandi. PFC Arda „Eftir að hafa heyrt þessar skelfilegu fréttir þá hellti ég mér í lítið glas af brandí,“ segir Petko Ganchev, fyrrverandi fótboltamaðurinn sem sagður var látinn í búlgörsku sjónvarpi en reyndist sprelllifandi. Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira