Það var fyrir leik Arda Kardzhali og Levski Sofia í búlgörsku úrvalsdeildinni á sunnudag sem að leikmenn liðanna söfnuðust saman við miðjuhringinn, drupu höfði og minntust Petko Ganchev, fyrrverandi leikmanns Arda. Því hefðu þeir betur sleppt.
Unbelievable scenes in Bulgaria! Arda's match against Levski Sofia began with a minute of silence for ex-player Petko Ganchev… only to later find out he’s alive! The club has since issued an apology. A truly bizarre moment in football pic.twitter.com/R4nTlsYHxY
— tether.bet (@tether_bet) March 17, 2025
Áður en að leiknum lauk hafði Arda nefnilega greint frá því á samfélagsmiðlum að um misskilning væri að ræða.
„Stjórn PFC Arda vill biðja fyrrverandi leikmann Arda, Petko Ganchev, og fjölskyldu hans innilega afsökunar eftir að félagið fékk rangar upplýsingar um að hann væri dáinn,“ sagði í tilkynningu félagsins og einnig:
„Við óskum Petko Ganchev margra ára við góða heilsu og vonum að hann njóti árangurs Arda.“