Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:42 Lionel Messi skoraði úr vítinu og endaði kvöldið á því að lyfta heimsbikarnum eftirsótta í fyrsta sinn. AP/Petr David Josek/Ariel Schalit Besti dagurinn í lífi argentínska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi hefði kannski endað allt öðruvísi ef sömu dómarar hefðu verið í VAR-herberginu og á Meistaradeildarleik Atlético Madrid og Real Madrid í vikunni. Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit) HM 2022 í Katar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit)
HM 2022 í Katar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira