Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 18:03 Ronaldo Luis Nazario er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. AP/Manu Fernandez Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldo er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025 Brasilía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025
Brasilía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira