Hundur í hjólastól í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 20:06 Anika Lind Olsen Halldórsdóttir með hvolpinn Arlos, sem fer meðal annars ferða sinna í sérstökum hundahjólastól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira