GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 10:02 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon GÖZ-uðu um leik Tindastóls og Keflavíkur. stöð 2 sport Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira