Rikki G skilar lyklunum að FM957 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:38 Egill Ploder tekur við starfi Rikka sem dagskrárstjóri FM957. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira