Fótbolti

Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóða­hættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Roig, forseti Villarreal, sést hér í kvöld í símanum niðri á velli, að fá skilaboðin um að leiknum yrði aflýst.
Fernando Roig, forseti Villarreal, sést hér í kvöld í símanum niðri á velli, að fá skilaboðin um að leiknum yrði aflýst. Getty/Omar Arnau

Ekkert varð af leik Villarreal og Espanyol í spænsku fótboltadeildinni, La Liga, en hann átti að fara fram í kvöld.

Leikurinn átti að hefjast klukkan níu að staðartíma og þúsundir áhorfenda voru mætt á leikinn þegar þeim var tilkynnt að ekkert yrði spilað í kvöld.

Það var tekin ákvörðun að aflýsa leiknum vegna flóðahættu en Spánverjar taka enga áhættu með slíkt eftir sára reynslu af flóðum á svipuðum stað í haust.

Villarreal útskýrði ákvörðunina á samfélagsmiðlum.

„Vegna flóðahættu í kjölfarið á storminum sem nú geysar á Castellon svæðinu þá viljum við láta ykkur vita af því að dómarinn hefur ákveðið að aflýsa leiknum í kvöld“.

Leikurinn verður því að fara fram á nýjum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×