Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2025 10:33 Lewis Hamilton er nú kominn i rauða Ferrari búninginn og það bíða margir spenntir eftir því hvernig hann stendur sig í honum. AFP/Giuseppe CACACE Lewis Hamilton er kominn til Ferrari og það er mikill áhugi meðal formúlu 1 áhugafólks á því að sjá hvernig honum gengur þar. Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann er líka orðinn fertugur og einhverjir hafa kannski áhyggjur af því að hann sé bara orðinn of gamall fyrir þetta krefjandi hlutverk að keyra formúlu 1 bíl. Hamilton kom með sitt sjónarhorn á alla slíka umræðu. Hamilton vann vissulega tvær keppnir í fyrra þar á meðal þá á Silverstone þar sem hann endaði 945 daga bið eftir sigri. Max Verstappen hefur tekið við stöðu Hamilton á toppnum og vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í fyrra. Verstappen er 27 ára gamall og því þrettán árum yngri en Hamilton. Hamilton er að keppa við mun yngri enn menn eins og Lando Norris (25 ára), George Russell (27 ára) og Charles Leclerc (27 ára). Lewis Hamilton: "The old man is a state of mind. Of course your body ages. But I’m never going to be an old man" https://t.co/EfKHMrNOTT pic.twitter.com/RcQbX8M81z— TIME (@TIME) February 27, 2025 „Að finnast þú vera gamall er bara sálarástand. Auðvitað eldist líkaminn þinn en ég verð aldrei gamall maður,“ sagði Hamilton í viðtali við Time tímaritið. Hamilton var búinn að vera í tólf tímabil með Mercedes en ákvað færa sig yfir til erkifjendanna í Ferrari. „Þú mátt ekki vera á sama stað of lengi. Ég þurfti að komast út fyrir þægindarammann aftur. Ég hélt að ég væri búinn að prófa allt í fyrsta sinn,“ sagði Hamilton. „Fyrsti bíllinn, fyrsti áreksturinn, fyrsta stefnumótið og fyrsti skóladagurinn. Ég varð svo spenntur að vita að ég væri að fara í fyrsta sinn í rauða búninginn og fara að keppa í fyrsta sinn í Ferrari bíl,“ sagði Hamilton. „Vá. Ég hef eiginlega aldrei verið svona spenntur áður,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton: "I’ve always welcomed the negativity. I never, ever reply to any of the older, ultimately, white men who have commented on my career and what they think I should be doing" https://t.co/NO9rhllWD6— TIME (@TIME) February 27, 2025 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann er líka orðinn fertugur og einhverjir hafa kannski áhyggjur af því að hann sé bara orðinn of gamall fyrir þetta krefjandi hlutverk að keyra formúlu 1 bíl. Hamilton kom með sitt sjónarhorn á alla slíka umræðu. Hamilton vann vissulega tvær keppnir í fyrra þar á meðal þá á Silverstone þar sem hann endaði 945 daga bið eftir sigri. Max Verstappen hefur tekið við stöðu Hamilton á toppnum og vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í fyrra. Verstappen er 27 ára gamall og því þrettán árum yngri en Hamilton. Hamilton er að keppa við mun yngri enn menn eins og Lando Norris (25 ára), George Russell (27 ára) og Charles Leclerc (27 ára). Lewis Hamilton: "The old man is a state of mind. Of course your body ages. But I’m never going to be an old man" https://t.co/EfKHMrNOTT pic.twitter.com/RcQbX8M81z— TIME (@TIME) February 27, 2025 „Að finnast þú vera gamall er bara sálarástand. Auðvitað eldist líkaminn þinn en ég verð aldrei gamall maður,“ sagði Hamilton í viðtali við Time tímaritið. Hamilton var búinn að vera í tólf tímabil með Mercedes en ákvað færa sig yfir til erkifjendanna í Ferrari. „Þú mátt ekki vera á sama stað of lengi. Ég þurfti að komast út fyrir þægindarammann aftur. Ég hélt að ég væri búinn að prófa allt í fyrsta sinn,“ sagði Hamilton. „Fyrsti bíllinn, fyrsti áreksturinn, fyrsta stefnumótið og fyrsti skóladagurinn. Ég varð svo spenntur að vita að ég væri að fara í fyrsta sinn í rauða búninginn og fara að keppa í fyrsta sinn í Ferrari bíl,“ sagði Hamilton. „Vá. Ég hef eiginlega aldrei verið svona spenntur áður,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton: "I’ve always welcomed the negativity. I never, ever reply to any of the older, ultimately, white men who have commented on my career and what they think I should be doing" https://t.co/NO9rhllWD6— TIME (@TIME) February 27, 2025
Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira