„Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:47 Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA Þorsteinn Halldórsson sagði íslenska liðið hafi gert franska liðinu erfitt fyrir oft á tíðum í 3-2 tapinu í Le Mans í kvöld. Hann kallaði eftir stuðningi áhorfenda í heimaleikjunum sem framundan eru í apríl. „Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
„Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira