Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 18:46 Pablo Longoria segir málið byggt á misskilningi, hann er spænskur en lét ummælin falla á frönsku. Claudio Lavenia - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille. Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira
Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille.
Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira