Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 13:34 Jose Mourinho er þjálfari Fenerbahce og næst á dagskrá er toppslagurinn í tyrknesku deildinni. Getty/Ahmad Mora Jose Mourinho er enginn aðdáandi dómara í tyrknesku deildinni eins og hann hefur margoft látið í ljós og nú er ljóst að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af slíkum dómara í stórleik helgarinnar. Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga. Tyrkneski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira