„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2025 20:15 Þorsteinn Halldórsson var hóflega sáttur með leik íslenska kvennalandsliðsins í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti