Evrópa þurfi að vígbúast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 20:54 Mette Frederiksen segir vopnahlé mögulega tálsýn. AP/Aurelien Morissard Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún. Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún.
Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira