Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 10:01 Gíslarnir þrír, áður en þeim var sleppt í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira