Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 10:01 Gíslarnir þrír, áður en þeim var sleppt í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira