Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 10:01 Gíslarnir þrír, áður en þeim var sleppt í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“