Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Jenni Hermoso fagnar marki sínu gegn Kólumbíu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Getty Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47