Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 20:47 José María del Nido Carrasco, núverandi forseti Sevilla, er hér til hægri að ræða málin við Jose Castro Carmona þegar sá síðarnefndi var forseti Sevilla. Getty/ Jonathan Moscrop José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga. Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco. Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco.
Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira