Fótbolti

Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fermin Lopez skoraði með sinni fyrstu snertingu og fékk svo síðar rautt spjald.
Fermin Lopez skoraði með sinni fyrstu snertingu og fékk svo síðar rautt spjald. Fran Santiago/Getty Images

Barcelona vann gríðarmikilvægan 1-4 sigur gegn Sevilla í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Börsungar kláruðu leikinn manni færri eftir að varamaðurinn og markaskorarinn Fermin Lopez var rekinn af velli.

Barcelona vann gríðarmikilvægan 1-4 sigur gegn Sevilla í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Börsungar kláruðu leikinn manni færri eftir að varamaðurinn og markaskorarinn Fermin Lopez var rekinn af velli.

Leikurinn hófst af miklum krafti. Robert Lewandowski braut ísinn á sjöundu mínútu. Ruben Vargas jafnaði svo strax fyrir Sevilla meðan Börsungar voru steinsofandi eftir markið.

Bæði lið fengu fín færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en mörkin stóðu á sér þar til þeim seinni.

Fermin Lopez kom inn af varamannabekk Barcelona í hálfleik og skoraði með sinni fyrstu snertingu, skalla eftir stoðsendingu frá Pedri.

Börsungar bættu svo öðru marki við á 55. mínútu, Raphinha var þar á ferð með snilldarskoti eftir stutta sendingu frá Pau Cubarsi.

Barcelona lék síðan manni færri frá 62. mínútu þegar Fermin Lopez var rekinn af velli fyrir glæfralega tæklingu.

Það kom ekki að sök og Barcelona bætti bara einu marki til viðbótar áður en yfir lauk. Eric Garcia skoraði fjórða markið rétt áður en venjulegur leiktími rann út.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Barcelona sem er tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid eftir 23 umferðir. Sevilla er í þrettánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×