Fótbolti

Orri Steinn og fé­lagar i undan­úr­slit spænska bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum en fékk að spila í 35 mínútur í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum en fékk að spila í 35 mínútur í kvöld. Getty/Cesar Ortiz Gonzalez

Real Sociedad er komið í undanúrslit spænska Konungsbikarsins í fótbolta eftir 2-0 heimasigur á Osasuna í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson var búinn að skora í síðustu tveimur leikjum en varð að sætta sig við það að byrja á bekknum.

Þegar íslenski framherjinn kom inn á völlinn á 55. mínútu var staðan orðin 2-0 fyrir hans menn. Hann náði ekki að skora í þriðja leiknum í röð.

Ander Barrenetxea skoraði fyrra markið á 21. mínútu og Brais Méndez það seinna á 31. mínútu. Mikel Oyarzabal lagði upp bæði mörkin.

Útlitið var síðan enn betra eftir að Osasuna maðurinn Alejandro Catena fékk að líta rauða spjaldið á 35. mínútu. Osasuna var því tveimur mörkum undir og manni færri í 55 mínútur.

Real Sociedad er þriðja liðið til að komast í undanúrslit keppninnar en áður höfðu Atlético Madrid og Real Madrid tryggt sig inn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×