Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 14:01 Þórarinn Ævarsson opnar sig á einlægan hátt um undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið. Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira